Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

mánudagur, maí 22, 2006
 
Allir að mæta kl.17 á Klúbbinn til að horfa á Tékka og Finna spila!

Hægt verður að horfa á leikinn í kvöld á Klúbbnum sem er á Stórhöfða 17 (rétt hjá Gullinbrú í Grafarvogi). Útsending á leiknum byrjar 18.55 smkv. þessari síðu sem er sænskur tími, en 16.55 á íslenskum tíma.
  - posted by eva

sunnudagur, maí 21, 2006
 
Heimsmeistarakeppni A liða í innibandý!

Vil minna alla á að stilla á Eurosport 2 eða svt sport ef þið hafið aðgang að henni og hafa þessar rásir í gangi, helst báðar, því þessir leikir eru skyldu áhorf allra innibandý spilenda. Í dag horfði ég á leik Svía og Dana og var leikurinn æsispennandi alveg fram í byrjun annars leikhluta. En þá tóku Svíar uppá því að skjóta inní mark Danamanna í stað þess að skjóta í markmann þeirra. Upp hófst þá mikil skothríð fram hjá Danamanna markmanni og endaði leikurinn í 11-1 fyrir Svíamönnum. Leikurinn var alveg snilld og get ég varla beðið eftir að horfa á fleirri leiki, og bíð ég spenntur eftir leik Tékka og Finna á morgun!
Og legg ég til að ef einhver hefur aðgang að þessum stöðvum að bjóða okkur hinum til sín því þetta verður væntanlega leikur eins og hann gerist bestur!
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, maí 04, 2006
 

Fjallgöngu hópur BKNú þegar það er að koma sumar og bandý tímum fer fækkandi þá kom sú hugmynd upp um að setja af stað gönguhóp þar sem við getum hist og tekið stuttar-langar fjallgöngur til að halda hópnum saman og styrkja hann.
Hugmyndin er sú að fara í ganga á fjöllin hér í kring og enda svo á að ganga frá Skógum undir Eyjafjöllum og yfir í Þórsmörk þar sem hægt væri að drekka þynginguna sem verður í bakpokunum.

Hugmyndin væri að labba á eftirfarandi fjöll í nágreni Reykjavíkur til upphitunar fyrir Þórsmerkur gönguna:

1. Keili
2. Helgafell
3. Vífilfell
4. Esjuna
5. Hengilinn - Nesjavellir

og svo í byrjun eða aðra helgina í ágúst til Þórsmarkar eftir því hvað fólk gerir fyrstu helgina.

Þeir sem hafa áhuga ættu endilega að láta vita af sér. Og ef það er áhugi þá stefnum við á að fara fyrstu ferðina föstudaginn 19. maí. Og enda svo á lokahófi/kveðjuhófi fyrir þetta æfingatímabil og Bruno um kvöldið.

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


 • Exel vörur
 • Kronstrand
 • Canadien vörur

 • Málsfróðvitnun dagsins:


  Bandýnefnd ÍSÍ
 • Bandýnefnd ÍSÍ

 • Meðlimir
 • Bandýfélag Kópavogs
 • Bynni
 • Einar
 • Ella
 • Eva Hrund
 • Frikki
 • Gunni
 • Haffi
 • Halli
 • Halli litli
 • Hildur Jóna
 • Hildur Jóns
 • Hlynur
 • Linda
 • Markús
 • Oggi
 • Oddur
 • Sebastian "The Bruno"
 • soffí­a
 • Sveinbjörn
 • Þessi hlekkur er til leigu

 • Önnur bandýfélög
 • Bandýmannafélagið Viktor
 • Trukkarnir

 • Bandýsíður
 • Alþjóðabandýsambandið
 • nsw floorball
 • Youth startup kit
 • Reglur leiksins

 • ARCHIVES
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


  Powered by Blogger