Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

þriðjudagur, janúar 31, 2006
 
Sælt veri fólkið,

ég vill endilega minna fólk á að bandýnefndinn er kominn með sér síðu utan um sitt efni. Síðan er staðsett á www.bandynefnd.blogspot.com ef þið hafið einhverjar hugmyndir um bandý sem þið viljið koma á framfæri þá endilega komið því á framfæri.

Oggi
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, janúar 12, 2006
 
Hér neðst er reglublaðið, það er alveg að verða tilbúið. Okkur vantar bara kennitölu og reikningsnúmer.
Svo er reyndar eitt mikilvægt atriði sem enn vantar, en það er skipulag markmannsmála. Við höfum nokkra möguleika:
1. Taka upp gamla markmannslistann þar sem allir þurfa að skipta með sér markinu. Gætum breytt aðeins skipulaginu frá því síðast og tekið upp stuðul sem segir hvað hver aðili er búinn að vera mikið í marki sem hlutfall af mætingu. Þetta er þó aðeins meiri vinna þar sem við þurfum að halda utan um mætingu einnig, en er sanngjarnara fyrir þá sem mæta sjaldnar.
2. Búa til e.k. markmannshóp, þ.e. nokkrir aðilar sem skipta markinu á milli sín en fá afslátt af æfingagjöldum í staðinn. Þetta þarf þó að útfæra nánar, þ.e. hve mikill afslátturinn er o.s.frv.
3. Finna nýjan markmann. Frekar ólíklegt miðað við fyrri árangur, en má þó alltaf reyna.
4. Einnig má bjóða þeim sem ekki geta borgað 500 kr. fyrir stakan tíma að vera í markinu og sleppa við að borga. Frekar ólíklegt að þetta gangi.

Hvað finnst ykkur?

Upplýsingar fyrir iðkendur Bandýfélags Kópavogs, vor 2006

Æfingar eru haldnar miðvikudaga og sunnudaga kl. 21-23. Tímabilið er frá byrjun janúar til enda maí.

Æfingakostnaður fyrir hvern iðkanda er 15.000,- kr. fyrir allt tímabilið, báða tímana. Þeir sem komast aðeins í annan tímann borga 7.500,- kr. Gjöld iðkenda notast aðeins til að greiða fyrir leigu á íþróttasal og til kaupa á búnaði sem til þarf á æfingar. Þeir sem vilja mæta í staka tíma borga 500,- kr. fyrir hvert skipti.

Reikningsnúmer félagsins er xxxx-xx-xxxx, kennitala xxxxxx-xxxx. Tilvísun með nafni þarf að fylgja greiðslu í netbanka til að gjaldkerar viti hver greiddi. Einnig má greiða gjaldkerum beint á æfingum, en hraðbanki er í húsinu.

Iðkendur eru hvattir til að fá fleiri, t.d. vini og kunningja, til að mæta á æfingu til að prófa bandý.
Nýliðar fá einn frían prufutíma til að meta hvort þeir hafi áhuga á að halda áfram.

Heimasíða félagsins er http://bandybarbie.blogspot.com. Þar gefur að líta ýmsar tilkynningar og umræður um málefni félagsins. Öllum er frjálst að skrifa á síðuna, en til þess að fá aðgang þarf að senda tölvupóst á hthe@hi.is.

Reglur félagsins
-Æskilegt er að allir mæti á réttum tíma á æfingu.
-Allir skulu taka þátt í að setja upp battann, og taka hann niður um leið og æfingu lýkur.
-Tækniæfingar hefjast um leið og búið er að setja upp battann, og taka þær um 30-40 mínútur. -Restin af tímanum fer í æfingaleiki.
-Þegar þjálfarar kveða sér hljóðs skulu allir stöðva bolta og gefa gott hljóð.
-Bannað er að fara illa með búnað hússins, t.d. að slá kylfum fast í batta.

Information regarding Bandýfélag Kópavogs, spring 2006

Practices will be on Wednesdays and Sundays at 21-23. The season starts January and ends at the end of May.

The practice fee for each person is 15.000 kr. for the entire season, both days. Those people intending to attend only one practice per week pay 7.500 kr. This money will only be used to pay for the rental of the gymnasium and for buying equipment necessary for the practices. Those who want to attend single practices pay 500 kr. per practice.

The account of the organization is xxxx-xx-xxxxxx and the ID number is xxxxxx-xxxx. A reference (i.e. name) needs to accompany the payment so that the payer can be recognized. It is also possible to pay directly at practices.

People are encouraged to bring others to practices to try out bandy. Newcomers can attend one practice for free to see if they're interested in continuing.

The organization's homepage is at http://bandybarbie.blogspot.com (mostly in Icelandic). There will be posted all kinds of information regarding practices and general discussion. Everyone can get access to posting on the homepage by sending an email to hthe@hi.is.

Rules
-Everyone should be on time to practices.
-Everyone is supposed to participate in setting up and taking down the rink.
-Technical practices start immediately after the rink has been set up and will take about 30-40 minutes.
-When the coaches want to speak, everyone is supposed to stop playing and listen.
-It is not allowed to damage the equipment, for example hitting the rink with the stick.
  - posted by Hafsteinn

þriðjudagur, janúar 03, 2006
 
Æfingar á vortímabili.

1. Þær hefjast annað kveld og verða sem fyrr á miðvikudögum og sunnudögum klukkan 21.00 til 23.00.
Við munum hafa 32768* æfingar á vorönn, tímabilið nær frá 4. jan til loka maí.

2. Gjaldið verður 15000 krónur íslenskar á haus, fyrir þá sem mæta aðeins stöku sinnum þá er verðið 500 krónur íslenskar fyrir hvert skipti.

3. Fyrirkomulagið verður auðvitað þannig að það verða teknar nokkrar léttar æfingar ásamt því að það verður leikið bandý.

4. Það er ætlast til að menn mæti á réttum tíma og taki bæði þátt í því að setja upp rinkinn og taka hann niður... við virkilega meinum það í þetta skiptið og það verða viðurlög við síendurteknum brotum á þeirri reglu... en meira um það síðar.

Takk fyrir.

* Samtals 82 tíma af æfingum.
  - posted by Bynni

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger