Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

miðvikudagur, október 26, 2005
 
BANDÝ!

Það vantar ennþá nokkra í viðbót til að fylla tímana, þannig að við þurfum að vera dugleg í að fá nýja meðlimi í klúbbinn. Allir eru velkomnir, börn, gamalmenni, konur, karlar, já og jafnvel framsóknarmenn. Það er mjög auðvelt að byrja í bandý þar sem ekki mikla hæfileika þarf til að byrja að spila. Það eru því engar afsakanir til fyrir því að mæta ekki í bandý!
  - posted by Hafsteinn

sunnudagur, október 16, 2005
 
Jæja loksins!

Þið sem ekki hafa borgað æfingagjöldin gefst nú kostur á að leggja þá inná eftirfarandi reikning. Endilega drífið í því hið snarasta svo þið þurfið ekki að hlusta á nöldrið í mér og Sveinbirni lengur en eðlilegt getur talist!
Munið eftirfarandi:
2 x í viku = 15.000,-
1 x í viku = 7.500,-
og að sjálfsögðu í íslenskum krónum!
Reikningsnúmerið er:
0323-13-168808
Kennitala:
010481-5549
Eigandi:
Oddgeir

Með kærri kveðju,
Gjaldkerar
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, október 13, 2005
 
Nýjar upplýsingar varðandi peningamálin

Búið er að ákveða að hafa gjaldið fyrir 1 dag í viku 7.500 krónur og 2 daga 15.000 krónur.
Nú þegar hafa 5 greitt sín gjöld en þar sem þeir hjá íþróttahúsinu eru byrjaðir að spyrjast fyrir um peninginn sinn þá hvetjum við alla sem geta til þess að borga í öðrum hvorum næstu tveim tímum svo hægt verði að gera upp við húsið sem fyrst.
Best er að hafa bara samband við gjaldkerana í tímunum til að ganga frá greiðslu hvort heldur sem nýta eigi hraðbankann á svæðinu eða til þess að fá reikningsnúmer til að millifæra inn á við tækifæri.
Við greiðslum tekur Oddgeir eða Sveinbjörn í fjarveru Oddgeirs
  - posted by Sveppi

þriðjudagur, október 04, 2005
 
Úff maður er rétt svo að komast niður úr þeirri sigurvímu sem fólst í því að við höfum náð þeim frábæra árangri að halda LÖGLEGT íslandsmeistaramót!
Hreint út sagt stórkostlegur árangur!

En að málefnum klúbbsins!
Okkur vantar gjaldkera fyrir félagið!
Jafnvel bara gjaldkera sem er til í að vinna þetta með mér, við þurfum að fara byrja að rukka æfingagjöldin sem ALLRA ALLRA fyrst svo við förum ekki að lenda í einhverri vitleysu með þetta.

Sjálfur ætla ég að leggja það til að Sveinbjörn skoði málið enda tel ég að það þurfi stærðfræðing til að fylgjast með þessum háu tölum sem málið snýst um. En þó geta allir boðið fram aðstoð sína!

Þó svo að ég muni ekki koma á næstu tvær æfingar útaf utanlandsferð þá ÞARF að fara rukka inn æfingagjöld!

Einnig langar mér að benda á að Það er farið að fækka í hópnum að því er virðist og því þurfum við að fjölga þáttakendum,hvernig væri að fara kynna þetta sport fyrir vinum og kunningjum? Aðrar lausnir gætu verið að borga meira per haus eða fækka tímum!

Og að lokum hvet ég alla til að íhuga málefni félagsins og þrýsta á áhugasama að koma fram og bjóðast til að taka stjórn á hlutunum!
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger