Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

sunnudagur, nóvember 27, 2005
 
Bandýið eftir áramót
Nú þarf að ákveða hvernig bandýinu verði háttað eftir áramót. Ákveðið hefur að halda fund á miðvikudaginn næsta þann 30. nóvember til þess að ræða um málefni sem varða bandýtímana okkar. Fundurinn verður kl. 20:30 í Smáranum, hjá borðunum fyrir framan Fífuna. Málefni fundarins verða meðal annars:
• Þurfum aðila sem geta séð um fjármálin (helst 2)
• Ákveða hversu há félagsgjöldin eiga að vera (reyna að fá fleiri til að mæta eða hækka gjöldin)
• Hver getur séð um æfingar
• Stofna félagið
• Reglur félagsins (allir að taka rinkinn niður, mæta tímalega....)
• Þarf að búa til markmannslista eða finna einhvern sem vill æfa mark
• Fleira sem ykkur dettur í hug
Allir eru velkomnir sem hafa áhuga á bandýinu. Endilega látið fólk vita af fundinum sem ekki les þessa síðu.

Floorball practices next year
Next Wednesday, the 30th Novemvber, we are going to meet before practice to discuss how we are going to have the floorball practices next year. The meeting will be at 20:30 in Smárinn, by the tables infront of the Fífa. We will for example be discussing:
• We need someone (preferable 2 people) to take care of the finance
• We need to decide what the fee will be (try to get more people to come or pay more)
• Who will do the training
• Establish the organisation
• The rules of the organisation (everyone should take down the rink, be on time to the practices and so on)
• We need to make a goalie-list or find another full-time goalie
• Other topics you want to discuss
Everyone interested in floorball is welcome to come.
  - posted by eva

miðvikudagur, nóvember 23, 2005
 
Trukkarnir.

Fyrir hönd okkar allra vil ég lýsa yfir mikilli ánægju með stofnun Trukkana. Þetta lið er mikill fengur fyrir bandýíþróttina á Íslandi og er velkomin viðbót í flóruna.

Það skiptir miklu að íþróttin sé bæði byggð upp á meðal kvenna og karla og markar þetta lið því stórt skref í sögu íþróttarinnar.

Að lokum þá veitti piltunum í Viktor ekki af smá "reality check", ég man vel eftir að hafa setið fund með bandýnefnd Íslands þar sem ónefndur meðlimur Viktors lýsti því yfir að liðið vildi ekki leika á móti þar sem blönduð lið væru leyfð... um þetta gildir hið fornkveðna : "what goes around comes around".

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

laugardagur, nóvember 19, 2005
 
Stelputímar í bandý
Ég hef, eins og flestir vita, lengi verið að spá í að hafa stelpuæfingar í bandý. Mig langar að vita hversu margar hafa áhuga á því að vera með. Ég vil því biðja ykkur stelpur sem hafið áhuga á því að skrá ykkur hér að neðan í kommentin og láta þær stelpur sem þið grunið að hafi áhuga vita af þessari skráningu.... Og nei það er ekki nógu gott að vera strákur en líta út eða spila eins og stelpa ;)
  - posted by soffia

mánudagur, nóvember 14, 2005
 
Jæja nú eru fjögur af ykkur búin að borga 5000 kr æfingagjöldin. Þau eru Haffi, Eva, Ella og Gunni. Hvernig væri nú að drífa sig að ganga frá þessu? Við munum ekki fá salinn aftur ef við getum ekki greitt fyrir hann á réttum tíma! Reynið nú að borga inná reikninginn sem allra allra allra fyrst!

Þetta eru gjaldkerunum mikil vonbrigði!
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger