Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

föstudagur, október 31, 2003
 
Soffía ekki breyta til!
  - posted by Oddgeir

 
Ég var að hugsa (til tilbreytingar). Af hverju í ósköpunum ætti stríðið að vera á milli Barbie og Ken? Það eru alltaf þeir sömu sem vinna helvítis mótið og þeir eru sko hvorki í Ken né Barbie. Ég legg til að við leggjum Ken og Barbie saman í þessu móti og rúllum hinum upp:) Sigur eða dauði!!
P.s. Ég er "hófsamur femínisti";)
  - posted by soffia

fimmtudagur, október 30, 2003
 
Já og mín kylfa mun hér eftir heita: Svarta Þruman
  - posted by Oddgeir

 
Ég hélt bara að Soffía væri femínisti, einhver sagði mér það...

Annars rústum við komandi móti ! Ég mun slátra hverjum þeim er streitist á móti grimmri og miskunnarlausri sigurgöngu Barbie... (nafnið dregur aðeins úr þessu, ekki satt ?)

Ef þið vilduð vita þá heitir kylfan mín ,,Verjandinn" ;)
  - posted by Bynni

 
Já ég ætla bara að benda á að mér líst ekkert á þessa hugmynd hennar Soffíu að fara breyta mótinu í eitthvað blóðbað!
  - posted by Oddgeir

miðvikudagur, október 29, 2003
 
Bynni!! Hvað meinarðu sérstaklega með mig í huga?? Ég hef nú aldrei verið einhver sérstakur femínisti, nema það að ég á afmæli 19. júní.
Ég laumaðist til að kíkja á Ken-síðuna, bara til að sjá um hvað þið væruð og tala og er sammála ykkur. Reisum kylfur á loft og drepum!!! Ella er með okkur í liði, ekki spurning:)
Veit ekki alveg hversu lágt maður leggst Oddgeir, ég ætla nú ekki að fara að skora sjálfsmörk ef Ken-ari er með í liðinu. En við getum haft innbyrðis mót. Talið öll mörk sem skoruð eru og séð í lokin hver vann, Ken eða Barbí:)
GGGOOOO Barbí!!
  - posted by soffia

 
Ég viðurkenni það fúslega, Barbie nafnið er mín hugmynd, reyndar var það valið með Soffíu sérstaklega í huga, þar sem Barbí er að sjálfsögðu ,,holdgervingur" kvenréttindastefnunnar ;)

Annars er ég sammála síðasta ræðumanni ! ,,Ken pereat".

En nú er Ella í báðum liðunum, hvernig á hún þá að spila ?
  - posted by Bynni

þriðjudagur, október 28, 2003
 
Mér heyrist vera kominn mikill spenningur fyrir mótinu og legg ég til að við setjum okkur sama markmið og Ken nema að við skulum sjá til þess að ekkert lið sem inniheldur Ken-ara vinni!! Og við skulum ganga skrefinu lengra og tapa leikjum ef það lið sem við verðum í verður með Ken-ara innanborðs!!
  - posted by Oddgeir

mánudagur, október 27, 2003
 
Jei... þetta tók ekkert smá langan tíma að fatta hvernig þetta virkar... Ég biðst afsökunar á forföllum mínum í morgun, ég var heima í sveitinni í góðum gír, en mæti fílefld í næsta tíma. Ég hlakka til að sjá allar nýju kylfurnar, Skúli minn verður í góðum félagsskap greinilega:) Hvað er með barbí-nafnið??? Þín hugmynd Bynni???
  - posted by soffia

 
Þessari gagnrýni ber að taka með fyrirvara, en ástæðan ku vera sú að hin stórhættulega og grimma Olga jarðaði alla í þessum tíma, þessi harka hennar kom mér alveg úr jafnvægi.

Frammistaða mín var stórfengleg og ekkert út á hana að setja ;)
  - posted by Bynni

 
Þetta var frábær tími. Og spiluðu allir mjög vel, einstaka varnarmennska gekk alla leið.
Bæði liðinn sýndu mikla hörku og var allt lagt í sölunar til að sigra hverja skiptingu.

Ef eitthvað er hægt að gagngrýna þá er það slök frammistaða Bynna en ég læt ykkur hinum um að gagngrýna þann ágæta mann.
  - posted by Oddgeir

laugardagur, október 25, 2003
 
Næsta æfing á eftir að vera extra spennandi, flestir komnir með nýja kylfu og svona!
Hlakka til að busta ykkur með nýju kylfuni minni!
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, október 23, 2003
 
Jæja nú er ég búinn að skipta kylfuni minni í kylfu fyrir "rétthenta" þannig að þið skuluð bara passa ykkur á næstu æfingu! Hafið það í huga ef það er einhvera annar en ég sem mun lesa þetta...
  - posted by Oddgeir

 
Massadæmi!
Ég er þremur númerum stærri eftir að mér var boðið að vera með í bandybloggi.
Barbie rules!
  - posted by Nafnlaus

 
Jæja, þá hefur öllum verið boðið og Oddgeir orðinn ánægður.
Lífið er gott... núna er ég svangur og er farinn að borða.
  - posted by Bynni

miðvikudagur, október 22, 2003
 
Hmm held að Bynni sé að gleyma sér hérna, hann er ekki ennþá búinn að adda neinum nema mér, þetta er að verða eitthvað spooky!
  - posted by Oddgeir

þriðjudagur, október 21, 2003
 
Mér líst rosalega vel á þetta, eftir smávægilega útlitshönnun getum við kannski öll verið hrikalega stolt af þessum vef okkar!
  - posted by Oddgeir

mánudagur, október 20, 2003
 
Þetta verður bloggið okkar.
  - posted by Bynni

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger