Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

miðvikudagur, nóvember 26, 2003
 
Sökum þess að fólk verður farið heim 20. des, en einnig í tilefni þess að ég á afmæli á morgun, vildi ég endilega halda uppskeruhátíðina.
Niðurstaðan er sú að hún verður haldin, ég tek skýrt fram að sökum skorts á húsrými verður aðeins Barbie-liðum boðið ásamt Haffa og Hildi úr Ken, nánari upplýsingar verða sendar með vefpósti til allra er mál þetta varðar.
  - posted by Bynni

þriðjudagur, nóvember 25, 2003
 
Svona á fólk að vera Bynni:) Ánægð með þig!
Ég er svoldið hrædd um að margir verði farnir heim til sín 20. des. Ég veit að ég verð allavega farin heim þá:/ Við þurfum að kanna það. Þeir sem komast ALLS EKKI um helgina láti okkur vita. Spyrjum líka þá sem þykjast eiga sér e-ð líf og nenna ekkert að blogga:)
  - posted by soffia

 
Sniðugt væri að hafa þetta eftir próf.. ég er búinn 20. des..
  - posted by Oddgeir

 
Ég býð mig fram í verðlaunanefnd. Ég skal meira að segja athuga hvort ég megi halda smá hóf heima hjá mér um helgina, ég mun tilkynna svarið á þessum miðli í fyrramálið.
  - posted by Bynni

 
Ég get ekki verið með í udirbúninginum, verð að skila ritgerð eftrir helgi :(
  - posted by Nafnlaus

mánudagur, nóvember 24, 2003
 
Jei... gaman gaman:) Það er spurning um tímann sko. Það er annað hvort um næstu helgi eða eftir próf held ég. Hvor hentar betur? Við erum reyndar nokkur sem förum heim í fríinu þannig að næsta helgi gæti hentað vel fyrir suma. Hverjir eru með í undirbúningnum? Það er ekkert erfitt og lítil vinna í því. Vantar bara húsnæði:( Ég bý í lítilli holu þannig að það kemur ekki til greina, því miður. Síðan vantar tilnefningar fyrir hin ýmsu verðlaun sem veitt verða:)
  - posted by soffia

 
Eg er með í lokakahofid, hvenaer eigum vid ad halda thad.
  - posted by Nafnlaus

 
Þykir mér lokahóf vera mjög góð hugmynd, en ég mun samt ekki halda það. Áðan var ég svo þreyttur að ég gat varla talað, núna er ég svo þreyttur að ég get varla bloggað... þetta kann ekki góðri lukku að stýra eða hvað ?
  - posted by Bynni

laugardagur, nóvember 22, 2003
 
Auðvitað er til líf utan Háskólasvæðisins... það er á msn líka:) Ég er hrædd um að við verðum bara 2 í Lokahófinu, talaði reyndar við Erlu áðan og hún er líka til. Þá erum við 3. Hvenær getur þú?
  - posted by soffia

fimmtudagur, nóvember 20, 2003
 
Var einhver að tala um líf? er til líf fyrir utan Háskólasvæðið? Þetta hljóta að vera einhverjar sögusagnir!
En mér líst annars vel á þessa hugmynd, ég er byrjaður að læra fyrir próf og ég verð búinn 20 des. hvenar eigum við að gera þetta?
  - posted by Oddgeir

miðvikudagur, nóvember 19, 2003
 
Mér finnst að við ættum að hafa lokahóf!! Hvernig finnst ykkur? Þar verður drukkið og gefnar viðurkenningar fyrir ýmislegt og svoleiðis! Það er alltaf svo gaman:) og þarf ekki að vera neitt mál. Eða er fólk farið að eiga sér líf þannig að það nennir ekki að skrifa inná síðuna lengur:(
  - posted by soffia

laugardagur, nóvember 15, 2003
 
Jæja... aðeins sólarhringur eftir í stundina miklu. Loksins kemur í ljós hver ber sigur úr býtum í baráttunni um sterkara kynið... Ken eða Barbie!!
  - posted by soffia

fimmtudagur, nóvember 13, 2003
 
Jæja núna eru ekki nema 3 sólarhringar og hálfur tími í mótið.
Núna er mjög gott að passa uppá mataræðið og kynlífsbindindið ef þið ætlið að ná árangri á Sunnudaginn. Sjálfur gekk ég svo langt að ég hef hætt að nota smjörva á brauðið mitt og te-kexið, núna nota ég bara eitthvað Olivu ólíudrasl í staðinn, það er ekki jafn gott en ekki jafn óhollt heldur.

Af verjandanum er það að frétta að hann hefur sjaldan verið reiðubúnari í slaginn en einmitt núna og get ég vart hamið hann !

Sjáumst á Sunnudaginn.
  - posted by Bynni

mánudagur, nóvember 10, 2003
 
Jæja, í dag kom í ljós að menn eru í misgóðu ástandi. Ég var náttúrulega í mun betra standi en aðrir... Oddgeir veitti kannski smá samkeppni, en það var ekki af neinni alvöru.

Núna er hinsvegar 6 dagar og 35 mínútur í mótið, ég er kominn í hörkuform og mun gera mitt besta til að taka ken-liða í gegn á komandi móti !

ÁFRAM BARBIE !
  - posted by Bynni

 
Nú er ég búinn að vera hita upp í 60 min og aðeins 50 min í æfinguna! Úff hvað ég er onfæer!
  - posted by Oddgeir

sunnudagur, nóvember 09, 2003
 
Kæra Soffía,

Í þessum draumi hefur allt verið morandi í mikilvægum drauma merkjum. Þannig er að ef mann dreymir loðinn mann er það oftast skýrskotun í að maður sé að fara fara í einhversskonar próf og þurfi að læra sveittur fyrir það. Eins er það merkilegt að hann skuli hafa verið veirusýktur því það bendir oft á eitthvað sem byrjar lítið en verður mikið, í þessu tilfelli gæti verið um að ræða að þegar þú byrjaðir að læra þessa önn var námsefnið frekar lítið en hefur svo ágerst og orðið sífellt meira og meira svipað og veirur fjölgasér. Dúkkur eru nú nánast því alltaf hlutlausar í draumum þannig að þú skalt ekki hugsa meira um það. Þegar maður er að elta draumarann í draumum og dreymarinn er kvennmaður þýðir það oft að sá sem dreymir er að leita sér að maka.

Svo þegar við túlkum drauminn í heild sinni sjáum við að þú ert að bíða eftir einhverjum, einhverjum sem ætlar að kíkja í heimsókn til þín.

Prófessor Oggi kveður.
  - posted by Oddgeir

laugardagur, nóvember 08, 2003
 
Takk takk fyrir að ráða drauminn minn Prófessor Oggi, mikil hjálp í því:) En ef mann dreymir að loðinn, veirusýktur maður með dúkku sé að elta mann út um allt...?

Bynni... ég er svo mikið nörd að það kemur ekki til greina að tilkynna það hér hvernig á því stendur. Það er svo rosalegt! Trúðu mér bara!!

Hvernig gengur uppbyggingin fyrir mótið?? Allir orðnir massaðir?
  - posted by soffia

föstudagur, nóvember 07, 2003
 
Kæra Soffía,

Varðandi drauminn þinn:

Að láta stela af sér laufaspilum er talinn vera fyrirboði um góða heyrækt, þar sem hið hefðbundna íslenska gras nær að ryðja öllum þriggjablaða laufum í burtu þannig að nógu mikið pláss sé til fyrir fjögurablaðasmára að vaxa, en ólíkt því sem almennt er talið að það boði happ boðar það í draumum þar sem sjóræningjar og þá sérstaklega gömul sjórængjakona kemur við sögu að þú hafir gleymt brauði inní skáp hjá þér og táknar leppurinn þá oftast að kominn sé myglublettur í brauðið.

Hvernig þetta tengist mótinu er ekki erfitt að sjá, því auðvitað táknar það að sjóræningjarnir komu heim til þín að þú munt hitt einhverja leiðinlega mótherja á bandymótinu.

En þegar við lítum í heild sinni á drauminn getum við séð að gamla sjóræningjakonan er nú bara jólasveinninn að athuga hvort þú sért ekki þæg og góð.

Prófessor Oggi kveður í bil
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, nóvember 06, 2003
 
Fyrst vil ég segja að ég er ekki bara tölvunörd, heldur líka fótboltanörd, star trek nörd, discworld nörd og rpg tölvuleikjanörd, ég er jafnvel eins konar frumnörd, það finnast ekki öllu nördalegri menn en ég ;)

P.S kynlífsbindindi sjúga ... en samt ekki ! Ég alla vega þoli þau ekki !
  - posted by Bynni

 
Af hverju finnst mér eins og við séum bara 3 að tjá tilfinningar okkar á þessari síðu?? Erum við einu tölvunördarnir? Ég hélt að allir sem spiluðu bandý væru nördar.
Ég fékk vitrun í nótt. Mig dreymdi að það komu sjóræningjar heim til mín og gömul sjóræningjakona með lepp stal öllum laufunum í spilunum mínum. Þetta er fyrir e-u í sambandi við mótið, getur e-r ráðið í drauminn?? Hver er sjóræningjakonan? Er það gula liðið? Logi Helgu og þeir? Af hverju sagðirðu mér ekki fyrr að þú kynnir svarta galdur Oddi? Þú hlýtur þá að geta ráðið drauminn.
Kynlífsbindindi rúles...;)
  - posted by soffia

 
Varðandi komandi mót ; ekkert kynlíf fyrir mótið ? No problem ! (hitt væri líklegra erfiðara hjá hinum einhleypa Bynna). En ég lofa engu með áfengisneyslu og 10 km hlaup á dag... er hægt að miðla málum með að drekka aðeins Te og borða bara 5 beikonborgara í viku ?

Verjandinn og Bynninn munu leggja sitt af mörkum til að skora fullt af mörkum !
  - posted by Bynni

miðvikudagur, nóvember 05, 2003
 
Jæja við verðum þá að hætta leika okkur og fara taka Bandyið alvarlega! Ég og Svarta Þruman munum taka okkur á og Þruma boltanum í markið eins oft og þarf! Og mun ég nota svarta galdur til að galdra fram 500% meiri afköst hjá okkur!
  - posted by Oddgeir

 
Ég fór í bandý með nokkrum brjáluðum mönnum í gær og ég leyfi mér að efast um möguleika barbie á að vinna mótið... vil ekki vera bölsýniskona, en þessir menn eru "professionals". Við verðum því að leggja okkur 470% fram. Hætta að drekka áfengi, borða hollan mat, hlaupa 10 km á dag , lyfta og fara í kynlífsbindindi fram að móti. Allir sammála??

Bynni... sjálfs er kylfan hollust....;)
  - posted by soffia

mánudagur, nóvember 03, 2003
 
Í fyrsta lagi ;
Standa kærustupör saman ?
Þetta hef ég aldrei heyrt, enda var metsamband mitt heill mánuður (kannski er eitthvað orsakasamhengi á milli þarna).

Í öðru lagi ;
Barbie mun rústa komandi móti með sárum, blóði, svita og jafnvel dauða.

Í þriðja lagi ; (sjáið hvað ég kann að telja mikið ;) Sunna hefur verið innlimuð í Barbie ! Muhahahaha !

Í fjórða lagi ; Allir sem ekki hafa svarað invite-unum á þetta blogg hafa fengið annað eins.
  - posted by Bynni

 
Já í dag var spilað af mikillri hörku, sjálfur er ég með 4 beinbrot auk 5 marbletta, og eina kúlur sem veldur því að ég get ekki hugsað nema langar setningar í einu sem er ekki nógu gott, vonandi verð ég kominn í lag fyrir næsta tíma, ég ætla ekki að nefna nein nöfn en mótliðið gerði alla mín áverka.
Oggi kveður í bili.
  - posted by Oddgeir

laugardagur, nóvember 01, 2003
 
Svarta Þruman getur ekki beðið eftir mánudeginum! Hún er að gera mig vitlausann!
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger