Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

föstudagur, desember 30, 2005
 
Til að byrja með óska ég ykkur gleðilegs nýs árs og vonandi að það gamla hafi verið ágætt, allavega svona í lokinn.

En að öðru, við héldum fund í gær og held ég að það hafi mætt upp undir 15 manns á hann. Kosið var í nefndir og náðis að fá einhvern í allar nefndir, en þó er ennþá pláss fyrir áhugasama í einstaka nefndum. Og ef einhver hefur áhuga þá endilega prófa, við gerum ekki ráð fyrir að það sé mikið vinnuálag, frekar eins og lítið álag.

Hildur Jóna var ritarinn og býst ég við að ég fá fundargerðina frá henni á næstu dögum. Þegar ég fæ hana til mín mun ég birta hana á nýrri síðu sem verður hér með aðal umræðutorg nefndarinnar og nefndanna sem settar voru á legg í gær.

Slóðin að þessarri nýju síðu er eftirfarandi: http://www.folk.is/bandynefnd/
Hvet ég alla til að skoða þá síðu með reglulegu millibili. Og vonandi munum við ná að keyra hana upp sem eins gott spjall svæði og Barbie síðan er í dag ;)

Með jólakveðju,
Oggi
  - posted by Oddgeir

þriðjudagur, desember 27, 2005
 
Fundarboð,

Fundur um málefni bandýs á Íslandi verður haldinn 29. desember í húsakynum ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum klukkan 19:00.
Allir sem hafa áhuga á að mæta eru velkomnir og hvetjum við sem flesta til að láta sjá sig.

Dagskrá fundar:

Kynning á Bandýnefndinni.

Stutt kynning á þeim nefndum sem ætlað er að koma á fót og hvers er ætlast af þeim.

Efirfarandi nefndir:
Dómaranefnd/reglunefnd
Útbreiðslu/Kynninganefnd
Fjáröflunarnefnd
Æskulýðsnefnd
Mótanefnd/Deildarkeppnisnefnd
Landsliðsnefnd

Framboð og kosning í nefndir verða eftir kynningu á hverri nefnd.

Önnur mál, skilyrði að þau hafa verið send Oddgeiri fyrir fundinn til þess að þau séu tekin upp.

Fundarlok.

Frjálsar umræður.
  - posted by Oddgeir

laugardagur, desember 24, 2005
 
Jól.

Fyrir hönd BK óska ég bandýleikmönnum nær og fjær gleðilegra jóla, farsæls komandi æfingatímabils og góðrar knatttækni á komandi ári.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

þriðjudagur, desember 20, 2005
 
Jæja nú er loks komið að því!
Fundurinn umtalaði verður haldinn 29 desember klukkan 19:00 í húsnæði ÍSÍ við Engjaveg 6 í Laugardalnum. Mæli með að allir taki tíma frá til að mæta á þennan fund. Ætlunin er að kjósa í hinar ýmsu nefndir og þar með talda þessa blessuðu landsliðsnefnd sem mikið hefur verið rætt um hér á þessarri síðu.

Nánari dagskrá fyrir fundinn verður sett hingað inn og send á forsvarsmenn liðanna um leið og búið er að setja hana saman.

Kveðja,
Oggi formaður
  - posted by Oddgeir

þriðjudagur, desember 06, 2005
 
Heimsmeistaramót 2006 og 2007.

Mig langar að vita hvort almennt sé áhugi fyrir því að senda lið til þátttöku á HM karla 2006 og HM kvenna 2007.

Ég hef heyrt að bandýnefndin hafi miklar efasemdir sökum þess að þátttaka í svona mótum er einkar kostnaðarsöm, en mig grunar að ef almennur vilji sé fyrir hendi þá gætum við alveg gert eitthvað í þessum málum.

Ég endilega heyra í öllum og þá meina ég öllum sem leggja stund á þessu fögru íþrótt á Íslandi.
  - posted by Bynni

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger