Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

sunnudagur, desember 28, 2003
 
Bandý spilar brjálað fólk,
bolta neglt í veggi.
Haldið er á skrítnum hólk,
held ég að hann hneggi.


Hér kemur svo fyrripartur sem ykkur er leyft að botna hér á síðunni:

Krissi mikil kylfa er,
Kristján hann þó heitir.
  - posted by Hafsteinn

laugardagur, desember 27, 2003
 
Gleðileg jólin englarnir mínir. Ég hlakka svo mikið til að hitta ykkur aftur á nýju ári. Skúli kom með mér heim yfir jólin og við vorum að spá í að kíkja í bílskúrinn og reyna að koma upp smá bandýaðstöðu þar... Það er bara töff;) Vona að þið verðið líka iðin við sveiflurnar á milli þess sem þið étið á ykkur gat.
Ykkar Soffía
  - posted by soffia

þriðjudagur, desember 23, 2003
 
Ágætu félagar ég vill óska ykkur gleðilegra jóla og farsæt komandi ár fyrir hönd Bandyklúbbsins Barbie og sjálfs míns!

Oggi þjálfi
  - posted by Oddgeir

föstudagur, desember 19, 2003
 
Ég er óður og uppvægur, lengi vel hélt ég að bandýklúburinn Barbie samanstæði af fagmönnum, en í dag varð mér ljóst að svo er ekki ! Ég var sá eini sem mætti í tímann í dag, ég verð bara að segja það að ég hef áhyggjur af framtíð liðsins ef fólk sýnir ekki meiri festu en svo að það mæti frekar í próf en bandý !

Yðar hneykslaði Bynni.
  - posted by Bynni

þriðjudagur, desember 16, 2003
 
Jæja þá er árinu að ljúka og rétt að huga að stöðu bandýklúbbsins á næsta ári. Ennþá er stefnt að því að hefja yngriflokkastarf í vor og þá er ljóðakvöld á döfinni strax í febrúar. Til fjármögnunar á þessum viðburðum þarf klúbburinn að leggjast í bakstur og halda kökubasar reglulega til að halda sér réttu megin við núllið. Uppskeruhátíð verður ætíð haldin á vori og síðla hausts. Spurningin er hvort voruppskeruhátíðinni verði breytt í árshátíð eða árshátíðin bara haldin aðeins fyrr. Þá er tímabært að lögfræðinemar innan félagsins fari að semja lög bandýklúbbsins. Þá vantar einnig eitthvert skáldið til að semja sönglag klúbbsins. Ekki veit ég hvort búið sé að stofna aðdáendafélag klúbbsins enn en það hlýtur að vera í burðarliðnum. Barbie-poppkorn og Barbie-útvarpsstöðin eru svo hlutir sem fara í gang árið 2005. Þá er einnig orðið tímabært að sækja um styrk til Stúdentaráðs.
  - posted by Hafsteinn

mánudagur, desember 15, 2003
 
Undirritaður vill hvetja alla til að mæta í næsta föstudagstíma. Það er síðasti tíminn á árinu og því afar gott tækifæri til að hlaupa af sér spikið fyrir jólin.
  - posted by Hafsteinn

laugardagur, desember 13, 2003
 
Já varðandi þennan föstudagstíma þá vann ég körfuboltan á móti Hildi(Jordan), og langaði bara koma því á framfæri!!!

En allir að mæta á mánudaginn, mikið gaman mikið fjör!
  - posted by Oddgeir

föstudagur, desember 12, 2003
 
Kæra Soffía.

Mánudagstíminn einkenndist af Soffíuleysi, við reyndum að bæta fyrir það með að fá Haffa í staðinn, en það linaði sársauka okkar ekki nógu mikið.

Annars greiddum við Karl blessaðri konunni fyrir tíman (hljómar illa ;)
  - posted by Bynni

mánudagur, desember 08, 2003
 
*Sniff sniff*. Ég græt yfir að hafa ekki komist í bandý í morgun... mig langar að lemja kennarann fyrir að troða prófi á þennan heilaga tíma... ekkert nema guðlast og hana nú! Annars langaði mömmu gömlu (mig) bara að vita hvernig fjárhagur sambandsins stæði. Borgaði einhver konunni góðu í afgreiðslunni?
  - posted by soffia

sunnudagur, desember 07, 2003
 
Ek vil Bryngeiri þakka fyr afr skjót viðbrögð við bón vorri um að vera gerðr að administratr á síðu þessari.
  - posted by Hafsteinn

laugardagur, desember 06, 2003
 
Ég ber blendnar tilfinningar til þessara nýju meðlima, rétt eins og meðal Frammarinn gerði gagnvart Helga Sigurðssyni þegar hann kom frá Víkingi, en hann stóð sig vel og kannski munu þessir nýju meðlimir einnig gera það ;)

Verið velkomin Haffi og Hildur !
  - posted by Bynni

föstudagur, desember 05, 2003
 
Ömurlegt!!!! Ég er SVO að fara í próf næsta mánudagsmorgun og missi af næsta bandítíma!!!!:'( sniff sniff. Ég ætla samt ekki að sleppa prófinu en hver veit nema ég ákveði að fara snemma úr prófinu til að mæta. Tek Skúla minn allavega með í próf:D Munið eftir 500kjellinum elskurnar mínar... þeir sem borga ekki næst borga bara eftir áramót.
  - posted by soffia

fimmtudagur, desember 04, 2003
 
Hæ, mamma! Ég er á Internetinu! Ég get skrifað á Barbie síðuna! Mamma! MAMMA! SVARAÐU MÉR!
  - posted by Hafsteinn

 
Kæru félagar nú eru stórir hlutir að gerast, komið var að máli við mig frá Bandyklubbnum Ken og spurður hvort við værum til í að innlima þau inní vort sterka félag Barbie, og ég tók þá ákvörðun fyrir okkar hönd að gera það hið snarasta!
Þetta er fyrsta skrefið í upprisu þessa stórveldis sem Barbie er og mun verða!

Fyrir hönd okkar býð ég nú fyrrverandi Kenara velkomna! Og meiga þau nú kalla sig Barbie!

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

miðvikudagur, desember 03, 2003
 
Ég vil byrja á að þakka fólki fyrir að nenna að mæta ; ,,takk fyrir". Svo vil ég árétta að ég á ekki einn heiðurinn af viðurkenningunum, ég hefði líklega ekki getað gert þær án dyggrar aðstoðar Haffa.

Annars forfallaðist ég í síðasta tíma vegna mikillar svefnþarfar er einkennir fyrstu næturnar eftir djamm.

Sjáumst á mánudaginn, með 500 kellur (ah hljómar vel ;)
  - posted by Bynni

mánudagur, desember 01, 2003
 
Sæl "öll". Ég vil einnig þakka Bynna fyrir æðislegt partý og snilldar viðurkenningar:D Oggi á auðvitað hrós skilið fyrir hugljúfa tóna og tár í gleðinni. En að alvarlegra efni. Nú er svo komið að við þurfum að blæða fyrir fleirum tímum því við erum komin einn tíma í skuld. Ekki gaman. Hvernig væri að allir kæmu með eins og 500 kjell í næsta tíma?? Það ætti að vera nóg. 10-4
  - posted by soffia

 
Þetta var alveg magnað party sem einn félagsmaðurinn hélt fyrir hönd félagsins, og vil ég þakka honum fyrir það frábæra starf sem hann hefur verið að vinna í þágu félagsins.
Eins biðst ég velvirðingar á stuttu stoppi mínu í umræddu partyi, en vona að þið hafið notið leikþáttsins míns, sem ég hafði verið búinn að æfa alveg frá því að ég frétti að ég hafði verið tilnefndur til verðlauna.

Ogginn þakkar fyrir sig.
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger