Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

mánudagur, mars 29, 2004
 
Jæja... eru ekki allir í stuði?

Þá hef ég spurt að því.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

 
Jæja. Þá er ég búin að senda blessaðan póstinn til ÍSÍ. Vona að þeir sendi fljótlega til baka eftir að hafa hlegið sig í hel bölvaðir. Bandý rúles!
  - posted by soffia

fimmtudagur, mars 18, 2004
 
Jæja, RÚV lét mér í té nokkrar myndir af okkur frá landsleiknum Ísland - Armenía. Við erum greinilega langbestu áhorfendurnir. Verst er að besta myndin er tekin þegar ég og Gunni erum í sjoppunni!



update: smellið á mynd til að stækka hana, -hildur
  - posted by Hafsteinn

 
Já þetta var alveg magnaður leikur sem við fórum á! Við (Ísland) rétt mörðum sigur eftir erfiðan leik í seinasta hluta leiksins þar sem einungis voru skoruð 4 mörg og eru þá talin mörkin frá báðum liðum!
Já einsog ég sagði rétt mörðum við sigur 30-0 og tel ég að við verðum að gera betur en þetta í næsta leik!

ÁFRAM ÍSLAND!!!
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, mars 11, 2004
 
Væri ekki tilvalið að halda ljóðasamkeppni Barbie? Ég skal byrja:

Brjálað þykir bandýsport,
bareflinu sveiflað.
lúðar þar af ljótri sort,
líka fésið geiflað.
  - posted by Hafsteinn

laugardagur, mars 06, 2004
 
Ákvað að henda inn smá ferskeytlu með stærðfræðilegu ívafi:

L´Hopital var ljóti hrottinn,
leitt mér þykir það og miður.
Drengurinn af baki dottinn,
diffraður í herðar niður.
  - posted by Hafsteinn

fimmtudagur, mars 04, 2004
 
Endilega hlustið á þetta lag. Mæli með því að hlusta á það nokkrum sinnum rétt fyrir bandýtíma. Hér fylgir svo textinn að laginu, og ég hef feitletrað nokkrar áhugaverðar línur:

Kör:
Spola! Spola isen!
Spola! Spola isen!
Spela! Spela Bandy!

Solo:
Bandy bandy! - Det gillar jag.
Bandybanan - får besök av mig varje dag.
På bandymatcher, bandymatcher står jag här på post,
på bandybanan oavsett klimat och blåst.

Bandy bandy! - en sport så rar.
Bandy bandy! - Ur min portfölj tar jag en klar!
På bandybanan jag blommar upp och med ens och känner mej go´,
och bandymatchen är full av män på stålklädd sko.

Ingen annan sport!
Kör:
Ingen annan sport!
Ingen annan sport! Ingen annan sport
är så skön som bandy!
Vad är väl en hockeymatch?
Kör:
Vad är väl en hockeymatch?
Vad är väl en hockeymatch?
Bara bök och bråk i en svettig hall!


Bandy bandy! - det gillar vi. (Ísl. Bandý, bandý! - Það líkar oss.)
Bandyklubban - ser ju ut precis som ett J.

Men bandybollen, bandybollen - den ser inte vi,
så bandymatchens resultat - det går oss förbi!

Ingen annan sport!
Kör:
Ingen annan sport!
Ingen annan sport! Ingen annan sport
är så skön som bandy!
Vad är väl en hockeymatch?
Kör:
Vad är väl en hockeymatch?
Bara bök och bråk i en svettig hall!

Bandy bandy! - Det gillar vi.
Bandyklubban - den ser ut precis som ett J
Bandybollen - ser inte vi
så resultatet går oss förbi...
  - posted by Hafsteinn

þriðjudagur, mars 02, 2004
 
Jæja þá er ég búin með fyrsta uppkastið af bréfinu til ÍSÍ:

Kæri viðtakandi,
Við erum hópur ungs fólks sem leggur stund á bandý-íþróttina. Það hefur komið okkur talsvert á óvart að þessi íþrótt eigi ekki meiri vinsældum að fagna en raunin er. Líklega er það sökum þess að íþróttin hefur ekkert verið kynnt hér á landi og engin fræg deild er til í heiminum í dag. Auk þess hefur megináhersla verið lögð á mjög fáar íþróttir á Íslandi. Við höfum æft íþróttina í íþróttahúsi Háskóla Íslands undanfarna vetur enda ekkert félag okkur vitandi sem hefur íþróttina innan sinna banda. Við höfum skipulagt og haldið nokkur mót með sem hafa verið vel sótt og tekist vel í alla staði. Áhuginn er greinlega til staðar. Tilgangur þessa bréfs er að biðja um aðstoð ykkar við að efla þessa íþróttagrein. Hún er skemmtileg, auðvelt, fjörug og oft er mikið skorað. Auk þess getur nánast hver sem er lagt stund á hana og strákar og stelpur geta æft saman. Okkur finnst tilvalið að stofna bandý-félag innan ÍSÍ til að hjálpa okkur við að kynna íþróttina og virkja fólk til þess að prófa hana. Þessi íþrótt er vinsæl á hinum Norðurlöndunum og við höfum sett okkur í samband við alþjóðasamtökin, IFF, sem staðsett eru í Noregi. Þau bentu okkur á að setja okkur í samband við ykkur. Við teljum að með stofnum félagsins væri hægt að stuðla að meiri fjölbreytni í íþróttum og meira jafnræði kynjanna.

Hvernig er??
Ég óska Sunnu innilega til hamingju með Sigfús litla:) Nýja bandýkylfan hennar.
  - posted by soffia

mánudagur, mars 01, 2004
 
Titill: SV: Request to join the IFF
Frá: "Jonsson, Tomas"
Dagsetning: sun, febrúar 29, 2004 9:06 pm
Til: Hafsteinn Þór Einarsson
Afrit: bjarni85@mr.is

Sæll Hafsteinn

Èg þekki ekki til að inneband`y sè leikið à ykkar hàtt annars staðar.
Sem flestar aðrar iþròttir er inniband`y leikið eftir leikreglum alþjòðsambandsins.
Það er òlìklegt að IFF viðurkenni annan leikhàtt enn þann sem sambandið er byggt à
eða aðildarlöndinn komist að samkomulagi um.

Við erum tilbùinn til að aðstoða ykkur við að koma inniband`y Ìþròttinni ì gang à
Ìslandi.
Við getum hjàlpað ykkur við að koma bandýmörk og öðrum búnaði til landsins. Legg við
tilboð sem èg hef sent Bjarna.
Ef þið æskið þess getum við einig sent kennare/þjòlfara til Ìslands.
Ef èg fæ heimilisfangið þitt, get èg sent ykkur VHS/DVD upptökur frà leikjum og
`ymsa bæklinga.

Èg sendi kòpìu til Bjarna Rafns.

Kv
Tòmas Jònsson

http://www.bandyforbundet.no/


> "Floorball rink" og mörk eru tiltölulega d'yr. Venjulet verd er ca 500.000,-
> ISL. Ì vidbòt geta komid tollar og gjöld à Ìslandi.
> Èg reikna med ad tetta sè ì d'yrara laginu fyrir ykkur?
> Èg hef tvì athugad hvort hægt sè ad koma fyrsta "floorball rinknum" til
> Ìslands à betri kjørum.
> Jolly (framleidandi) hefur bodist til ad selja ykkur "floorball rink" à NOK
> 42.000,- kostnadur à mörkum, tollar, gjöld og flutningskostnadur til Ìslands
> kèmur ì vidbòt.
>
> Èg hef einnig haft samband vid forseta sænska innebanysambandsins (Per
> Jansson) og spurt hvort teir geti hjàlpad ykkur.
> Han reiknadi med ad sænska sambandid og Unihoc (framleidandi) geti lànad
> ykkur "floorball rink" og mörk um òàkvedinn tìma.
> Tid verdid tà ad standa fyrir flutningskostnadi til Ìslands og mögulegum
> gjöldum à Ìslandi.
> Èg reikna ekki med ad vid fàum betra tilbod.
  - posted by Hafsteinn

 
Fengum bréf frá MR-ingum. Held að það væri gaman að prófa að spila við þá.

Titill: Bandí
Frá: bjarni85@mr.is
Dagsetning: mán, mars 1, 2004 1:50 am
Til: Hafsteinn Þór Einarsson

Sæll. Tómas Jónsson (bandímaður) sendi mér afrit af póstsendingum sem hafa
farið á milli ykkar. Við erum nokkrir strákar í MR sem höfum verið að spila
bandí í næstum tvö ár. Mér datt í hug að við gætum hist og keppt ef áhugi er
fyrir hendi? Hvað eruð þið margir og hvað hafið þið marga í liði?

Endilega hafðu samband ef þið hafið áhuga á að spila við okkur menntskælinga.
  - posted by Hafsteinn

 
  - posted by Nafnlaus

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger