Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

mánudagur, janúar 31, 2005
 
Rauðir eru bestir.

Það þarf ekki að hafa mörg orð um þetta, þetta var einfaldlega mjög augljóst í kvöld... við vorum bara miklu betri en hin liðin.

Ég vil nota tækifærið og þakka þeim sem spiluðu með mér fyrir æðislega frammistöðu sem einkenndist af dugnaði og krafti.

Takk fyrir!
  - posted by Bynni

föstudagur, janúar 28, 2005
 
Andsvar háttvirts 1. Bynna norður kjördæmis Reykjavíkur við tillögu Hafsteins, nr 3.

Ég tel ljóst að ef það á að ritskoða mig þá er það ekkert annað en forræðishyggja af verstu sort og því kommúnismi, þar sem ég myndi berjast gegn þessari ritskoðun hlyti ég að vera að berjast fyrir frelsi... svo þá væri ég vinur Gogga Búsh og væri þarmeð frelsari í stríðinu gegn hryðjuverkum (og öxulveldi hins illa).

Ritskoðun + Bynna pistlar = Bynni berst gegn forræðishyggju = Bynni er frelsarinn.

Hugsið um hvað þið mynduð gera ykkur með að ritskoða mig!

Takk fyrir.

p.s vér erum sammála svívirtum Hafsteini með eftirfarandi :

Viðbót: Líklegir markmenn næstu tíma eru sem hér segir (nokkurn veginn í þessari röð):
Hildur, Bjarki, Ragnar, Oggi, Hlynur, Þorvaldur, Guðmundur Ara, Sveinbjörn, síðhærði og stutthærði Kalli, Tedda.
  - posted by Bynni

 
Tillaga nr. 3

Ég legg til að Bynni hætti að einoka síðuna og fari að skrifa eitthvað af viti (sem myndi fækka pistlunum til muna). Svo vildi ég bara benda Gunna á að hann á ekki von á góðu í næsta tíma! Haltu áfram Gunni, búðu til daginn minn!

Viðbót: Líklegir markmenn næstu tíma eru sem hér segir (nokkurn veginn í þessari röð):
Hildur, Bjarki, Ragnar, Oggi, Hlynur, Þorvaldur, Guðmundur Ara, Sveinbjörn, síðhærði og stutthærði Kalli, Tedda.
  - posted by Hafsteinn

miðvikudagur, janúar 26, 2005
 
Tillaga nr 2.

Ég legg til að "nefndin" breyti nickinu mínu úr "flugeldinn" í "Dalai Lama" sökum þeirrar geðprýði og jafnargeðs er ég sýndi í kveld.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

mánudagur, janúar 24, 2005
 
Tillaga.

Ég legg til að við bætum ekki fleirum við í hópinn að svo stöddu, ástæðan er sú að við erum orðin 30 eða svo... sé miðað við að aðeins geti verið 12 inná í einu með markvörðum þá er það ljóst að aðeins 40% okkar eru inná í einu... og þá má leiða líkur til þess að hver og einn sé í raun aðeins að fá 40% leiktíma (Hlynur leiðréttu mig ef þetta er rangt!) miðað við kjöraðstæður ef allir mæta (þ.e engar tafir og engir gestir). Svo er vert að benda á að líð erlendis hafa fæst svona marga "leikmenn", en æfa mörg hver oftar en 4 sinnum í viku og spila leiki.
Hverjum langar að hafa 4 skiptimenn í liði?

Við þurfum ekki fleiri til að borga húsið, við þurfum ekki fleiri til að fylla upp í liðin, við þurfum ekki fleiri PUNKTUR!

Ég er löngu búinn að gefa upp alla von að fólk átti sig á þessu hjálparlaust og því reyni ég núna að höfða til skynsemi ykkar... látum gott heita!

takk fyrir.

p.s fjöldinn í gær er ekki lýsandi fyrir stöðu mála, þetta vitið þið.
  - posted by Bynni

fimmtudagur, janúar 20, 2005
 
Rautt lið :

Bynni, Bjarki, Gummi, Hlynur, Oggi, Ragnar og Tedda... ég vona innilega að ég sé ekki að gleyma neinum.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

miðvikudagur, janúar 19, 2005
 
Góð viðbrögð.

Viðbrögð félagsmanna hafa verið góð... þó svo að réttara væri að tala um að örfáir félagsmenn hafi brugðist frábærlega við.

Áform um aganefnd hafa verið lögð á hilluna sem stendur... en það er háð því að fólk haldi áfram að nota síðuna og KOMMENTA á það sem er ritað á hana.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

þriðjudagur, janúar 18, 2005
 
Fréttatilkynning.

Borið hefur á því að fáir meðlimir barbie taki þátt í umræðum á blóki félagsins, þetta er til háborinnar skammar. Aganefnd verður sett á laggirnir til að refsa fólki fyrir þetta ef það tekur sig ekki á í þessum málum.

Með von um framför,
yðar Bynni.
  - posted by Bynni

laugardagur, janúar 15, 2005
 
Ég vildi bara segja ;

,,Rauða liðið rúlar!"

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

föstudagur, janúar 14, 2005
 
Magnaðar fréttir.

Eins og einhverjir hafa vitað í smá tíma þá eigum við einn aðdáanda í Svíþjóð... en það er ekkert miðað við þetta... Bandýklúbburinn Barbie hefur öðlast heimsfrægð!

Sjá hér! ... reyndar halda þeir að við séum tjékkar... en það er hugurinn sem gildir ;)
  - posted by Bynni

miðvikudagur, janúar 12, 2005
 
Kylfubreytingar.

Fyrr í nótt setti ég kylfu í eigu minni í bað... hún fór í bað í vatni sem var c.a 80°c ... sem leiddi til þess að plastið í haus kylfunnar mýktist talsvert... svo tók ég kylfuhausinn úr vatninu og beygði hann með höndum mínum... svo kældi ég kylfuhausinn með köldu vatni... eftir stendur að sveigjan á kylfuhausnum hefur aukist talsvert... mælingar gefa til kynna að sveigurinn hafi aukist um rúman hálfan centimeter...þetta bendir eindregið til þess að lítið mál sé að beygja kylfuhausa.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

þriðjudagur, janúar 11, 2005
 
Var aldrei til umræðu að búa til hvíta, svarta og rauða boli? Þá myndi hver eiga einn af hverjum sem væri merktur og geðveikt professional. Þá myndu sumir kannski hætta að heimta að vera í einhverju sérstöku liði af því þeir eiga enga boli í þeim lit og allir vera ánægðir og æðislega flottir. Já og ef einhverjir vilja koma með á námskeiðið til Noregs þá er það að sjálfsögðu öllum opið og væri enn skemmtilegra að hafa hópferð :)
  - posted by soffia

mánudagur, janúar 10, 2005
 
Bara stoppa þessa einræðistilburði hjá Bynna.
Einnig ætla ég að þakka Evu, Ellu og Teddu fyrir frábæran leik á sunnudeginum.

Kveðja,
Oggi þjálfi

p.s. nú þegar ég er búinn að stoppa þessu blogga röð hans Bynna þá ætti að vera óhætt fyrir ykkur hin að skjót inn svona einu og einu bloggi áður en Bynni kaffærir þessari síðu eins og hún sé hans eigin!
  - posted by Oddgeir

sunnudagur, janúar 09, 2005
 
Bandý

Bandý bandý bandý bandý bandý!
BANDÝ!!!
BAAANDÝÝÝÝ!

Meira hef ég ekki um það mál að segja.

takk fyrir.

p.s Hlynur - U goin' down beatch!
  - posted by Bynni

þriðjudagur, janúar 04, 2005
 
Gleðitíðindi.

Félagið hefur dottið í lukkupottinn, við fengum tvöfaldan tíma á sunnudagskvöldum (21 til 23) og höldum miðvikudagstímunum líka.

Til hamingju gott fólk.

P.s núna þurfa ALLIR að fara að borga.
  - posted by Bynni

mánudagur, janúar 03, 2005
 
Áríðandi tilkynning.

Þá er komið að því litlu skrattakollarnir mínir!
Það er æfing á miðvikudaginn klukkan 21.00.
Ekki væri vitlaust ef einhver af þjálfaraliði voru nennti að spá í því smátriði sem liðsskipanin er ... fyrir æfinguna svo við eyðum ekki tíma í að skipta í lið!

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

sunnudagur, janúar 02, 2005
 
Ekki í kvöld.

Segir sig sjálft.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger