Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

fimmtudagur, júlí 21, 2005
 
Ég minni á æfinguna í kvöld!
Allir að mæta, æfingin byrjar klukkan 20:00 og stendur til 21:00.

Og ég minni á að við munum fá blaðamenn á æfinguna þannig að reynið að mæta snemma svo við komum rinknum upp strax og æfingin byrjar!

Fyrir ykkur sem eigið eftir að borga æfingagjöldin þá gerið það NÚNA!

En af öðru, í gær var haldið vináttubæjarmót Kópavogs, og í gær þá fór undirritaður ásamt Robba uppí Smáran og sáum við þar um framgang og dómaragæslu mótsins. Þar sem dómaragæslan gekk mjög vel legg ég hér með til að við munum ávalt hafa einn til tvo leikmenn inná vellinum sem dómara þegar við erum að spila, hugsanlegt er að við getum nálgast einhver skemmtilega lituð vesti til að aðgreina þá frá leikmönnunum.

Og að sjálfsögðu mun ég berjast fyrir því að fá kennara frá IFF til að halda dómaranámskeið í tengslum við Íslandsmótið fyrir þá sem eru tilbúnir að standa inná vellinum og dæma leikina.

Oggi
  - posted by Oddgeir

sunnudagur, júlí 17, 2005
 
Útibandý

Bandý í kvöld kl. 20:00 við Álftamýrarskóla.

Sveinbjörn Pétur
  - posted by Sveppi

miðvikudagur, júlí 13, 2005
 
Hæ,

Æfingin í kvöld fellur niður vegna símamótsins í knattspyrnu kvenna.

Ég ætla hér með að leggja til að sá æfingaskapur sem fylgir Bandýklúbbnum Barbie verði lagður niður í þeirri mynd sem nú er og þess í stað búið til nýtt félag með kosinni stjórn sem mun þá sjá um allt sem að félaginu kemur.
Þetta mun hafa þá kosti í för með sér að betri yfirsýn er yfir stöðu mála, og þá sérstaklega peningalegu hliðina sem stjórnin mun fara með.

Legg ég til að stjórnin verði skipuð fimm aðilum, formanni, varaformanni, ritara, gjaldkera og stjórnarmeðlimi, og geta áhugasamir meðlimir boðið sig fram eða tilnefnt aðra í tölvupósti til mín.

Einnig legg ég til að við höfum æfingar tvisvar í viku á næsta tímabili, þ.e. miðjum ágúst til desember, og æfingagjaldið verði hámark 10 þús á hvorn tíma og borgun skuli vera ekki seinna en eftir tvær mætingar leikmanns.
Og athugað hvort hægt sé að fá tíma á tveggjavikna fresti í húsinu til að spila æfingaleiki við hin skráðu liðin.

Og að sjálfsögðu: Ef vilji er til þá geta þeir sem vilja haldið uppi nafni Barbie sem félagsskapar utan við bandýið. Þ.e. fyllerí, skemmtanir og önnur vitleysa.

Fer hér með af stað nafnasamkeppni á hið nýja félag og fær sá sem kemur með álitlegasta nafnið sérútbúið viðurkenningaskjal, væntanlega handunnið af viðurkenningaskjalasmiðum okkar sem fært hafa okkur mikla skemmtun á þeim tveimur "árshátíðum" sem klúbburinn hefur haldið.

Vinsamlegast komið með tillögurnar í commenta kerfið eða sendið mér hugmyndina í tölvupósti, oddgeir(hjá)hi.is.

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

laugardagur, júlí 09, 2005
 
Hæbb,

þeir sem áhuga hafa á því að fara í útibandy í kvöld eða morgun vinsamlegast látið vita af ykkur í commentakerfið, svo munum við ákveða stað fyrir kvöldmat svo hægt verði að leika sér smá úti í góða veðrinu.

Kveðja,
Útinefnd
  - posted by Oddgeir

föstudagur, júlí 08, 2005
 
Jæja nú verður fólk að fara borga æfingagjöldin!

En sem komið er eru einungis 7 búnir að borga æfingagjöldin þannig að fólk verður að taka sig á ef við ætlum ekki að fara lenda í veseni með að fá salinn í haust.

Ég hér með skora á alla sem eftir eiga að borga æfingagjaldið sem eru litlar 5 þúsund krónur að koma með peninginn í næsta tíma og ljúka þessu af!

Ég ætla reyna finna mér aðstoðarmann til að standa í hurðinni og taka við peningunum þegar tíminn byrjar á miðvikudaginn þannig að verið búin að fara í bankann eða undir koddann fyrir næsta tíma!

Einnig hefur mér verið bent á að MIKIL LETI sé við uppsetningu og frágang á rinknum.

Því er hér með bannað að fara inná völlinn til að leika sér fyrr en búið er að setja upp rinkinn!

Og ekki fara í sturtu fyrr en búið er að ganga frá, það er fáránlegt að það séu alltaf þeir sömu sem ganga frá!


Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

miðvikudagur, júlí 06, 2005
 
Hæ varðandi æfingagjöld!

Ég ælta bara benda ykkur á að ég mun taka við æfingagjöldum í kvöld. Þannig að hentugt væri ef þið mynduð hafa með ykkur pening. En einnig er svo hraðbanki í íþróttahúsin svo þið þurfið ekki að örvænta þó svo þið lesið þennan póst eftir lokunartíma bankanna. En þó má búast við að þessi gríðarlegi fjöldi leikmanna sem eftir á að borga gjöldin muni verða þess valdandi að langar biðraðir munu myndast fyrir framan hraðbankann. Í því tilfelli bendi ég á að hægt er að komast í hraðbanka í Hamraborginni og Smáralindinni og ef svo óheppilega vill til að umferðateppa myndist þegar leikmenn þusta þangað þá ætti að vera hægt að fara á innstu akrein þegar stefnan er tekin á Hamraborgina og í stað þess að beygja upp að fara áfram í átt að Reykjavík, en þar er ógrynni af hraðbönkum sem ætti að vera hægt að komast í. En til að gera veg Hafnarfjarðar ekki minni en Reykjavíkur þá er einnig hægt að taka stefnuna þangað, en leikmenn gera það þó á eigin ábyrgð og fyrrar Bandýklúbburinn Barbie sig allri ábyrgð ef ske kynni að brjálaðir víkingar sem koma ofurölvaðir af Fjörukránni valdi manntjóni á saklausum ferðalöngum sem svo óheppnir eru að veðja á að hraðbankar séu til á þeim barbarastað sem Hafnarfjörður er.

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

mánudagur, júlí 04, 2005
 
Hæhæ, þið sem sjáið þennan póst.
Við ætlum að hafa útiæfingu í kvöld! Ja nema ef veður guðirnir séu á móti því.
En stefnt er að því að æfingin byrji einsog venjulega klukkan 20:01.
Staðsetninginn verður: sett inn þegar ég heyri í Ellu en þó ekki seinna enn klukkan 19:00.

Þeir sem geta hugsað sér að mæta endilega smellið nafni ykkar inní kómenta kerfið okkar fyrir klukkan 19:00.

Kv,
Oggi
  - posted by Oddgeir

 
Enn á lífi...

Ég vildi bara minna fólk á það að ég er enn á lífi!
Mér finnst bara svo gaman að sjá Ogga láta gamminn geysa að ég kann ekki við að trufla hann.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

sunnudagur, júlí 03, 2005
 
Ætli ég haldi ekki bara áfram einræðistilburðum mínum á þessari síðu eftir að Bynninn hætti að láta heyra í sér..

En allaveg engin útiæfing í dag, stefnum á að hafa hana á morgun ef veðrið mun leyfa það. En nánar um það á morgun :Þ

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

föstudagur, júlí 01, 2005
 
Ég sé það að það er kominn linkur á okkur frá B2.is.

Fyrir ykkur sem eruð að koma þaðan á síðuna og hafið áhuga á að prófa að hafið verið að spila bandý þá hvet ég ykkur til að prófa mæta á æfingu hjá okkur, við erum með æfingu næsta miðvikudag klukkan 20:00.

Þess má geta að sérlega auðvelt er að fá stelpur til að vera með þar sem þessi íþrótt hentar öllum.
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger