Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

miðvikudagur, september 28, 2005
 
Í kjölfar mótsins...

Það hefur verið mikið um yfirlýsingar á netinu eftir þetta blessaða mót, slíkt er að sjálfsögðu afskaplega eðlilegt í ljósi þess að menn hafa annað hvort eitthvað til að monta sig af eða eitthvað til að afsaka. Að þessu skrifuðu verð ég að viðurkenna að yfirlýsingar ónefndra aðila úr ónefndum liðum hafa farið nokkuð fyrir brjóstið á mér, ég ætla ekki að fara mörgum orðum um hvaða lið eiga í hlut eða hvað nákvæmlega fer þeirra á milli, en mér finnst þetta alger óþarfi hjá viðeigandi liðum.
Ekki ætla ég að dæma hvaða lið var best eða hvaða lið átti með réttu að vinna mótið en sú staðreynd að Viktor vann mótið gæti sagt nokkuð um það hvaða lið átti það skilið.
Ég legg síðan til að við höldum óíþróttamannslegri framkomu frá íþróttinni og þá á ég bæði við á vellinum sem og annars staðar.

En að allt öðru...
Mig langar að hrósa bandýnefndinni fyrir þetta mót, en framkvæmdin var nærri því hnökralaus og því nefndinni og íþróttinni til mikils sóma.

Ég ætla einnig að taka mér það bessaleyfi að þakka öllum fyrir góða keppni og óska sigurvegurunum til hamingju með sigurinn, fyrir hönd BK.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

fimmtudagur, september 22, 2005
 
Búið er að staðfesta liðsfjölda á mótinu og er hann 8. Skipt verður í 2 riðla sem dregið var í á fundi í gær:

Riðill A
Hvanneyri
Viktor
Babylon
"Barbie" (Sveinbjörn og co)

Riðill B
Háskólakór
Rrrramone
ÚÍA
BK


Riðill A 10-13
Riðill B 13-16
Úrslit hefjast 16:30.

Tvö lið komast upp úr hvorum riðli og keppa um verðlaunasæti.

Þar sem við höfum frekar knappa tímaáætlun þá verður ekki beðið eftir liði mæti liðsmenn of seint. Lið verður að hafa fullskipað lið þegar það hefur keppni (6) og vera tilbúið á réttum tíma. Ef lið mætir of seint eða er ekki fullskipað skráist 0-10 tap á það lið.
  - posted by soffia

föstudagur, september 16, 2005
 
Sæl veriði. Hér koma blessaðar mótsreglurnar fyrir mótið góða. Það gæti verið að eitthvað bætist við í framtíðinni.

Mótsreglur Íslandsmeistamóts í innibandý


Reglur um þátttöku:

Karlar og konur hafa jafnan þátttökurétt og ekki eru sett nein skilyrði um aldur. Þátttakandi verður að vera skráður í félag sem viðurkennt er af Innibandýnefnd Íslands.
Erlendir leikmenn verða að hafa spilað íþróttina á landinu hið minnsta 3 mánuði til að vera gjaldgengir á mótinu. Ekki er gert skilyrði um íslenskan ríkisborgararétt.

Framkoma og ábyrgð:

Keppandi skal koma heiðarlega og drengilega fram við keppinauta sína og eigi beita óleyfilegum brögðum. Hann skal sýna dómurum og starfsmönnum mótsins tilhlýðilega virðingu og eigi fara niðrandi orðum um þá eða áhorfendur.

Keppandi skal ávallt reyna að gera sitt besta og eigi hætta keppni að ástæðulausu. Keppandi er sjálfur ábyrgur fyrir því að allar persónulegar upplýsingar séu réttar. Hann æfir sig og keppir á eigin ábyrgð og ber Innibandynefnd Íslands því enga ábyrgð á meiðslum er hann kann að verða fyrir.
Brjóti keppandi einhverja af framanskráðum reglum á hann á hættu að vera vikið úr keppni.

Klæðaburður:

Keppandi skal mæta til keppni í viðeigandi íþróttafötum. Sé einhver þannig klæddur að ósæmilegt megi teljast getur honum verið bannað að keppa nema ráðin sé bót á því sem ábótavant er.
Séu búningar tveggja kappliða mjög líkir skal það lið skipta um búning sem fyrr er í stafrófsröð. Vesti verða útveguð fyrir þau lið sem ekki mæta í svipuðum búningi eða eins að lit. Allir leikmenn verða að vera í sama lit.

Útbúnaður:

Óski lið þess er hægt að fá kylfur og markmannsbúning lánaðan á mótinu. Óski lið eftir markmannsbúningi þarf að láta Innibandýnefnd Íslands vita eins fljótt og auðið er.

Dómarinn:

Dómari leiksins er allsráðandi og hefur fullkomið úrskurðarvald í vafamálum varðandi leikreglur.

Reglur um lið:

Leikmaður má aðeins vera skráður í eitt félag í keppninni og keppa aðeins fyrir það. Hægt er að fá undanþágu frá þessari reglu hjá Innibandýnefnd ÍSÍ en er undanþága er aðeins leyfð markmönnum.

Lið skal skipað hið minnsta 8 leikmönnum og hið mesta 20.

Framkvæmdanefnd mótsins:

Innibandýnefnd Íslands er framkvæmdaraðili Íslandsmótsins. Ef upp koma mótmæli eða vafamál varðandi mótsreglur hefur Innibandýnefnd Íslands fullkomið úrskurðarvald í öllum þeim vafaatriðum.
  - posted by soffia

mánudagur, september 12, 2005
 
Íslandsmeistaramót og dómaranámskeið í innibandý

Dómaranámskeið verður haldið laugardaginn 24. september og hefst klukkan 10:00. Þátttökugjaldið er 1.500 kr á mann.
Íslandsmeistaramótið verður 25. september frá 10:00 – 19:00 og er þátttökugjald á lið 10.000 kr
Mótið er opið og því verða liðin ekki kynjaskipt.

Skráning á mótið og námskeiðið verður í seinasta lagi 18. september .
Borga skal þátttökugjöldi liða fyrir 18. september.
Leggja skal þátttökugjald inná reikning: 0372-13-110199
kennitala: 290981-3529
nafn eiganda: Róbert Þórir Sigurðsson
Í skýringu skal setja nafn liðs.
Þátttökulista skal senda á eftirfarandi email: oddgeir@hi.is

Lágmarksfjöldi leikmanna í liði er 8 og hámarksfjöldi er 20.
Lið skal samanstanda af útileikmönnum og markmanni. Ef þörf verður á búnaði, svosem markmannsbúningum og kylfum þá verður sá búnaður á svæðinu.
Við skráningu liða á mótið skal fylgja leikmannalisti með nöfnum, kennitölum, heimilisföngum og aldri leikmanna.
Við skráningu á dómaranámskeiðið skal fylgja nafn, kennitala, heimilisfang og aldur þátttakenda.

Mælt er með að allir taki þátt í dómaranámskeiðinu því hollt og gott er fyrir alla að vita reglur leiksins. Námskeiðið mun nýtast jafnt leikmönnum og verðandi dómurum.

Ef einhverjum vantar bandýbúnað bendum við á Bandysport ehf sem hefur allt sem hugurinn girnist.

Ef þörf er á nánari upplýsingum þá er hægt að ná samband við nefndina í gegnum eftirfarandi netfang: oddgeir@hi.is
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, september 08, 2005
 
Jæja nú styttist í mótið, aðeins rúmar 2 vikur til stefnu.
Oggi var að óska eftir aðstoð við undirbúning mótsins í síðustu færslu. Því datt mér í hug að sniðugt væri að gera liðaskipan hér á síðunni þar sem bandýþyrstir aðilar geti séð hvaða lið eru ekki fullskipuð. Þannig að allir þeir sem vilja taka þátt í mótinu en eru ekki komnir í lið geti haft samband við einhvern í þeim liðum....því fleirri sem taka þátt því betra. Ef þið viljið leiðrétta eitthvað eða bæta við í liðin geti þið sent tölvupóst á mig á evahg03@ru.is og ég geri lagfæringar. Listinn er komin hérna til hægri undir Skráð lið. Ef þið vitið um fleirri lið eða liðsmenn endilega látið mig vita.
kv. Eva
  - posted by eva

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


 • Exel vörur
 • Kronstrand
 • Canadien vörur

 • Málsfróðvitnun dagsins:


  Bandýnefnd ÍSÍ
 • Bandýnefnd ÍSÍ

 • Meðlimir
 • Bandýfélag Kópavogs
 • Bynni
 • Einar
 • Ella
 • Eva Hrund
 • Frikki
 • Gunni
 • Haffi
 • Halli
 • Halli litli
 • Hildur Jóna
 • Hildur Jóns
 • Hlynur
 • Linda
 • Markús
 • Oggi
 • Oddur
 • Sebastian "The Bruno"
 • soffí­a
 • Sveinbjörn
 • Þessi hlekkur er til leigu

 • Önnur bandýfélög
 • Bandýmannafélagið Viktor
 • Trukkarnir

 • Bandýsíður
 • Alþjóðabandýsambandið
 • nsw floorball
 • Youth startup kit
 • Reglur leiksins

 • ARCHIVES
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


  Powered by Blogger