Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

fimmtudagur, júní 30, 2005
 
Hæbb,

Ég þakka mjög góða æfingu í gær. Skemmtilegt var að sjá hve margir nýjir komu að prufa þetta hjá okkur og vonandi að við munum sjá sem flest af þeim aftur. Einnig er sjálfsagt að nýjir komi að prufa í næsta tíma!

Að því er mér sýnist þá eru allir ánægðir með nýja æfinga formið svo við munum halda því óbreyttu.

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

mánudagur, júní 27, 2005
 
Sælt veri fólkið,

Ef einhver ætlar að koma á æfinguna þá mun hún verða haldin við Álftamýrisskóla klukkan 20:01!
Og sem fyrr þá fellur æfingin niður ef veður verður slæmt á umræddum stað og tíma!

Vinsamlegast tilkynnið í commenta kerfið mætingu ykkar.
Ef mæting virðist léleg eða eitthvað kemur uppá þá mun æfingin detta niður og tilkynnt um það hér á þessari síðu ekki seinna en 3660 sekúndum fyrir áætlaðan æfinga tíma!

Kveðja,
Oggi the icelandic bandy person
  - posted by Oddgeir

laugardagur, júní 25, 2005
 
Hæ,

Sökum slakrar mætingar á fimmtudögum þá munum við hætt með þann tíma þangað til skólanir byrja aftur. Þeir sem hafa verið að mæta á fimmtudagana munu því koma í miðvikudagstímana í sumar.

Einnig munum við safna saman æfingagjöldum í næsta tíma. Æfingagjöldin í sumar munu vera 5.000 kr. Bið ég ykkur vinsamlega að hafa þá peninga með ykkur í næsta tíma.

Svo höfum við Ella, Eva og Sveinbjörn verið að hugsa um að setja upp útitíma. Þeir dagar sem stefnt er að því að nota í þá eru: sunnudaga og mánudaga til vara. Við munum svo spila eftir veðri og pósta tilkynningu um hvort af verður hér á þessa síðu með vonandi meira en stuttum fyrirvara.

M.ö.o. ef gott veður á morgun þá útiæfing og hún er staðsett í nágreni heimilis Evu, þ.e. Álftamýrinni.

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

föstudagur, júní 17, 2005
 
Eitthvað var mætingin í rýrara lagi í gær, tveir úr Viktor (Tómas held ég og svo veit ég ekki hvað hinn heitir), Sigga, Ég og Ella.

Annars segi ég nú bara til hamingju með sjaldgæfan góðviðris 17. júní til allra sem geta komist út fyrir ;)

Sjáumst svo sem flest á miðvikudaginn :)

Sveinbjörn
  - posted by Sveppi

mánudagur, júní 13, 2005
 
Sæl verið þið,
Ég ætla bara að benda ykkur á að tíminn á morgun, miðvikudag, byrjar klukkan 20:00 í stað 21:00. Æfingin mun verða frábrugðin fyrri æfingum að því leiti að teknar verða upp æfingar í fyrri hluta tímans og spilað í seinni hluta tímans.
Einnig vill ég leggja til að einhver taki það að sér að vera gjaldkeri sumarsins og innheimti æfingagjöld frá hópnum því við þurfum að fara borga næstu lotu.

Með fimmtudagstíman þá mun hann verða áfram eins og venja hefur verið klukkan 21:00.
Vill ég hvetja alla til að senda nýja og áhugasama vini á þá æfingu!
Þetta er tækifærið fyrir nýtt fólk að komast að!

Takk fyrir mig og sjáumst í næstu viku!
Oggi
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, júní 09, 2005
 
Voru þið jafn stolt og ég þegar þið kíktuð á alþjóðlegu síðuna og sáuð á prenti að Ísland væri orðinn nýjasti meðlimur samtakanna??? Jæja... ég nenni ekki að bíða fram að næsta fundi með tillöguna en ég ætla að leggja fram þá tillögu að við verðum með landsliðsæfingar í vetur til að æfa "strákana okkar" fyrir heimsmeistaramót karla í Svíþjóð á næsta ári. Á þeim verður hörkupúl og þeir sem komast í landsliðsúrvalið verða að taka það af fullri alvöru :)
Hvað finnst ykkur?
  - posted by soffia

miðvikudagur, júní 08, 2005
 
Afsakið takmarkað upplýsingaflæði.

Miðvikudagstímanir eru en við líði, í kvöld verður tíminn klukkan 21! Eftir kvöldið mun hann verða frá klukkan 20 til 22!
Einnig eru tímanir sem við áttum inni búnir og því þarf fólk að fara draga upp veskið og borga fyrir sumartímana!
Einnig munum við hafa breytt snið á æfingunum í sumar og hafa tæknilegar æfingar í helming tímans, þ.e. förum að vilja meirihluta þeirra sem eru á æfingum.
Fyrir þá sem ekki vilja þess breytingu þá bendi ég ykkur á að hafa samband við Guðna í smáranum uppá nýja tíma.

Hvað varðar sunnudagstímana þá tilkynnist hér með að þeir eru hættir!

En að öðrum fréttum þá er staða innibandýmála á Íslandi eftirfarandi:

Búið er að stofna nefnd undir ÍSÍ sem hefur þá opinbera yfirstjórn yfir innibandýmálum á Íslandi. Meðlimir nefndarinnar eru eftirfarandi:
Formaður: Oddgeir
Gjaldkeri: Róbert
Ritari: Soffía
Aðrir meðlimir: Friðrik og Bjarni
ÍSÍ mun svo sjá um að íslenska reglurnar fyrir okkur og veita okkur stuðning eftir bestu getu við kynningastarfið á innibandýinu.
Nefndin fékk inngang í alþjóðasambandið (IFF) 4. júní síðastliðinn.

Íslandsmeistara mót verður haldið í haust, skipulagning á því er að fara af stað. Þeir sem áhuga hafa á því að koma að skipulagningunni þá sendið mér email ( oddgeir @ hi.is )og nefndin mun svo funda með áhugasömum og skipta upp verkum.

Kveðja,
Oddgeir
  - posted by Oddgeir

fimmtudagur, júní 02, 2005
 
Hæhæ

Við höfum æfinguna í kvöld eins og venjulega.
Bandysport mun mæta eitthvað fyrr til að kynna nýju kylfunar og að sjálfsögðu verður hægt að fjárfesta í nýjum kylfum í kvöld!

Myndir af kylfum
Myndir af aukabúnaði

Sjáumst!
Oggi
  - posted by Oddgeir

miðvikudagur, júní 01, 2005
 
ÆFING Í KVÖLD EINS OG VENJULEGA!!!!
ALLIR AÐ MÆTA!!

Sýndar verða kylfur og annar búnaður sem innfluttur eru glænýr og heitur frá Finlandi!

Kveðja,
Oggi
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


 • Exel vörur
 • Kronstrand
 • Canadien vörur

 • Málsfróðvitnun dagsins:


  Bandýnefnd ÍSÍ
 • Bandýnefnd ÍSÍ

 • Meðlimir
 • Bandýfélag Kópavogs
 • Bynni
 • Einar
 • Ella
 • Eva Hrund
 • Frikki
 • Gunni
 • Haffi
 • Halli
 • Halli litli
 • Hildur Jóna
 • Hildur Jóns
 • Hlynur
 • Linda
 • Markús
 • Oggi
 • Oddur
 • Sebastian "The Bruno"
 • soffí­a
 • Sveinbjörn
 • Þessi hlekkur er til leigu

 • Önnur bandýfélög
 • Bandýmannafélagið Viktor
 • Trukkarnir

 • Bandýsíður
 • Alþjóðabandýsambandið
 • nsw floorball
 • Youth startup kit
 • Reglur leiksins

 • ARCHIVES
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


  Powered by Blogger