Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

fimmtudagur, maí 26, 2005
 
Úrslitaskráningin komin fyrir eftirfarandi tíma, þó eftir að klára að fylla inn mörkin 25. maí (setti fyrstu mörk leikjanna þó inn til málamynda):


Miðvikudagurinn 4. maí 2005Sunnudagurinn 8. maí 2005Miðvikudagurinn 11. maí 2005Miðvikudagurinn 18. maí 2005Sunnudagurinn 22. maí 2005Miðvikudagurinn 25. maí 2005Sunnudagurinn 29. maí 2005


Eftir næsta tíma fer maður svo að huga að því að setja inn öll eldri úrslitin sem komið hafa á þessa síðu, held að gömlu úrslitin sem birt voru á "bleiku" síðunni séu týnd því hún lá niðri síðast þegar ég athugaði.
Ég er annars með úrslitin frá og með 30. mars skráð hjá mér :)
  - posted by Sveppi

laugardagur, maí 14, 2005
 
Úrslitaskráningin er í vinnslu en hér koma tengingar við úrslitauppgjör 2. og 3. síðasta tíma:


Miðvikudagurinn 4. maí 2005Sunnudagurinn 8. maí 2005Miðvikudagurinn 11. maí 2005


11. Maí sem sagt kominn núna :)
  - posted by Sveppi

þriðjudagur, maí 10, 2005
 
Bara örstutt, ég verð að koma að þeim hugmyndum í tíma sem komu um skiptingu eftir sunnudagstímann.

Hvítt:
Alli, Bynni, Frikki, Gummi Lj., Haffi, Kalli síðh., Oggi, Robbi, Sveppi

Rautt:
Bjarki, Ella, Guðjón, Gunni, Hildur, Kalli stutth., Óskar, Soffía, Tedda

Svart:
Bruno, Eva, Gummi Ara, Gylfi, Hlynur, Matti, Raggi, Sunna, Þorvaldur

Ég var reyndar að reka augun í ójafnvægi í fjölda í liðunum ef tekið er tillit til þeirra sem mæta sjaldan. Ef ég nú nota sömu aðferð og er notuð á blaðinu sem ég fékk eftir síðasta tíma þar sem gengið var á nafnaröðina og valið til skiptis alltaf í sömu röð Hvítt, Rautt og Svart og einungis Eero sleppt úr þá fást eftirfarandi listar (sjaldséðir valdir síðast en settir inn í stafrófsröð samt):

Hvítt:
Alli, Bynni, Frikki, Gummi Lj., Haffi, Kalli síðh., Oggi, Soffía, Tedda

Rautt:
Bjarki, Ella, Guðjón, Gunni, Hildur, Kalli stutth., Óskar, Raggi, Sveppi

Svart:
Bruno, Eva, Gummi Ara, Gylfi, Hlynur, Matti, Robbi, Sunna, Þorvaldur

Annars er auðveldast að mæta í dökku ef fólk er ekki öruggt með það í hvaða liði það lendir því það eru til græn vesti fyrir rauða og lengi vel voru nú til nokkuð margir hvítir bolir en þeim virðist hafa fækkað skuggalega mikið .....

Skoðanir og tillögur að breytingum mega koma hér en það eru auðvitað takmörk fyrir því hversu seint fólk skoðar liðsskiptinguna fyrir mætingu :)
  - posted by Sveppi

fimmtudagur, maí 05, 2005
 
Þar sem úrslitauppgjörið mitt á það til að ýta öllu öðru úr sjónmáli þá ætla ég að bíða með að skrá síðasta miðvikudag þar til fólk hefur melt allt hitt ;)

Það má svo sem koma fram að Hvítir og Svartir voru með 10 stig hvort lið og heildarstig liðanna 3ja voru 20. Svartir spiluðu 7 leiki en Hvítir 6 leiki en Hvítir lentu hvort eð er ofar ef tekið er tillit til markatölu eða markaskors eða hreinlega bara innbyrðis viðureigna við Svarta.

Svo mörg voru þau orð í bili :)
  - posted by Sveppi

 
Útibandý á Uppstigningardegi.

Já, það verður víst bandý í kveld.
Mér skilst að fólk ætli að hittast á sama tíma og vanalega (21.00) við Smáran og leika bandý utandyra.

Ef ég lýg einhverju þá væri gott ef einhver leiðrétti þetta sem allra fyrst.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

 
Varðandi comment frá Gumma,

Málið er þannig að ég hef verið með nokkurnskonar yfirstjórn á málunum og reynt að halda þessu í kringum mig svo einhver sé nú með puttana í þessu öllu saman, en nú er svo komið að ég er í prófum og því þurft að slá aðeins á bandý makkið mitt. En ég mun fara að krafti í þetta strax að prófum loknum og mun ég þá sjá um að upplýsingaflæðið komist í lag og fá fleirri áhugasama til að taka þátt í þessu öllu saman. En þangað til, þ.e. fram að prófa lokum 14 maí hef ég takmarkaðan tíma í þetta. En ég ítreka það að ef þið getið náð í einhvern tengilið hjá öðrum hópum sem eru að stunda bandý þá væri það alveg frábært svo við getum komið upplýsingum til þeirra, svo sem bandý reglunum sem við erum að vinna í að þýða yfir á íslensku. Þá má vera að þeir nái að smita þetta aðeins lengra út frá sér.
Ef þið hafið einhverjar sérstakar spurningar þá er emailið mitt:

oddgeir @ hi.is

og mun ég reyna svara ykkar fyrirspurnum við fyrsta mögulega tækifæri.
Einnig mun ég safna saman emailum allra sem eru að spila í fífunni á næstu æfingu svona þannig að ég geti sent fréttabréf til ykkar um stöðu mála.

Varðandi fundinn sem ég hélt, á hann mætti ég, Soffía, Robbi, Frikki og Bjarni þá reifuðum við nokkrar hugmyndir sem við höfðum, þær voru eftirfarandi:

1. Fjármögnun á nýjum Batta (rink)
Sökum þess að takamarkað er hvað við munum geta fengið marga tíma í Smáranum og nýr batti gæti gefið góðan byr fyrir aðra hópa.
2. Halda félagsskrá, þá allavega tengilið við hvern hóp sem er að spila íþróttina
3 (2b). Reyna ná sambandi við aðra hópa
4. Kynna íþróttina í fjölmiðlum
5. Skipulagning móts um miðjan júní.
6. Íslenska reglunar
Reglum var dreift til áhugasama fyrir rúmri viku, margir eru í prófum þannig að ég býst ekki við þeim fyrr en eftir 14 maí. Ef einhverjir sem hafa tíma þá getum við komið einhverjum blaðsíðum til þeirra til þýðingar.

Ætlunin er að hópurinn hittist aftur fljótlega og komi þessu almennilega af stað.

Vonandi að þetta gefi hugmynd um hvað við stefnum á. Ef einhverjir góðir pointerar sem gera má þá endilega látið mig vita af þeim.

Takk fyrir mig.. í bili..
Oggi
  - posted by Oddgeir

miðvikudagur, maí 04, 2005
 
Njósnamynd.

Mynd þessi fannst í fórum erlends bandýnjósnara.Takk fyrir.

P.s vonandi móðgast enginn af þessu... þetta á nú bara að vera smá grín ;)
  - posted by Bynni

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


 • Exel vörur
 • Kronstrand
 • Canadien vörur

 • Málsfróðvitnun dagsins:


  Bandýnefnd ÍSÍ
 • Bandýnefnd ÍSÍ

 • Meðlimir
 • Bandýfélag Kópavogs
 • Bynni
 • Einar
 • Ella
 • Eva Hrund
 • Frikki
 • Gunni
 • Haffi
 • Halli
 • Halli litli
 • Hildur Jóna
 • Hildur Jóns
 • Hlynur
 • Linda
 • Markús
 • Oggi
 • Oddur
 • Sebastian "The Bruno"
 • soffí­a
 • Sveinbjörn
 • Þessi hlekkur er til leigu

 • Önnur bandýfélög
 • Bandýmannafélagið Viktor
 • Trukkarnir

 • Bandýsíður
 • Alþjóðabandýsambandið
 • nsw floorball
 • Youth startup kit
 • Reglur leiksins

 • ARCHIVES
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


  Powered by Blogger