Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

fimmtudagur, september 23, 2004
 
Hér koma lög Barbie.

1. Grein.
Félagið heitir Bandýklúbburinn Barbie.

2. Grein.
Heimili félagsins er að Vesturhúsum 5, 112 Reykjavík.
Varnarþing félagsins er í Reykjavík.

3. Grein.
Tilgangur félagsins er að spila bandý við hvert tækifæri, ásamt því að stuðla að framgangi íþróttarinnar á Íslandi.

4. Grein.
Félagið hyggst ná tilgangi sínum með því að spila bandý við hvert tækifæri og kynna íþróttina fyrir börnum.

5. Grein.
Stofnfélagar eru eftirfarandi;

Bryngeir Arnar Bryngeirsson, Vesturhúsum 5, 112 Rvk. Kt. 27.11.81 – 3969
Gunnar Gils Kristinsson, Veghúsum 31, 112 Rvk. Kt. 04.07.81 - 5449
Hafsteinn Þór Einarsson, Álftamýri 54, 108 Rvk. Kt. 20.10.81 - 4919
Hlynur Kristjánsson, Viðarrima 9, 112 Rvk. Kt. 19.07.81 - 3139
Karl B. Sveinsson, Heimalind 10, 201 Kópavogur Kt. 10.07.72-3299
Oddgeir Guðmundsson, Eggertsgötu 32, 101 Rvk. Kt. 01.04.81 - 5549
Óskar S. Axelsson, Bakkastöðum 67, 112 Rvk. Kt. 23.12.81 - 5359
Hildur Jóna Friðriksdóttir, Kleifarási 14, 110 Rvk. kt. 22.05.82 - 4509
Soffía Björg Sveinsdóttir, Ártröð 11, 700 Egilsstöðum. Kt. 19.06.79 – 4119
Sveinbjörn Pétur Guðmundsson, Skúlagötu 46, 101 Reykjavík. Kt. 27.10.73 - 5349

6. Grein.
Þeir allir eiga rétt á að ganga í félagið sem vilja spila bandý og eru undir 2,5 metrum á hæð og undir 7000 kílógrömmum að þyngd.

Þó er skilyrði fyrir inngöngu að viðkomandi geti sýnt fram á óflekkað mannorð, en sýna má fram á það með því einu að sýna A-4 blað sem á stendur ; Mannorð og nafn viðkomandi.
Sé blaðið autt fyrir utan fyrirsögn og nafn skal mannorð viðkomandi teljast óflekkað og mun það þá ekki standa í vegi fyrir inngöngu hans.

Stjórn félagsins hefur þó fullan rétt á að meina einstaklingi inngöngu í félagið sé meirihluti stjórnarinnar á móti inngöngu viðkomandi.

7. Grein.
Stjórn félagsins skal skipuð 17 félagsmönnum, þ.e formanni og 16 meðstjórnendum.

Formaður skal kosinn á aðalfundi til eins árs í senn, en stjórnarmeðlimir eru 17 og eru þeir skipaðir ótímabundið.

Hinir 17 stjórnarmenn skulu vera þeir fyrstu 17 sem greiða sinn hluta í leigugjaldi því sem Bandýklúbburinn Barbie þarf að greiða fyrir notkun smárans haustið 2004.

Félagsmenn verið skipaðir í ýmis embætti innan félagsins, skipað verður í þau embætti til eins árs í senn en stjórnin skipar menn í embætti.

Félagsmönnum verður aðeins veitt lausn úr stjórn og embættum ef þeir sækjast lausnar, þó verður félagsmönnum vikið úr stjórn og/eða embættum á stjórnarfundi ef 13 stjórnarmenn greiða atkvæði með vantrauststillögu á hendur viðkomandi.

Formaður félagsins, gjaldkeri félagsins og forráðamaður hafa allir rétt til þess að boða til stjórnarfundar telji þeir það nauðsynlegt.
Til stjórnarfundar skal boða með 5 daga fyrirvara.

Daglegan rekstur félagsins annast formaður, forráðamaður og gjaldkeri félagsins.

8. Grein.
Starfsár félagsins er almanaksárið.
Á aðalfundi skal stjórn félagsins gera upp árangur liðins árs, einnig mun hvert embætti gera grein fyrir stöðunni innan þess embættis.

Aðeins félagsmenn hafa rétt til að taka þátt í aðalfundi.

9. Grein.
Árgjald félagsins er ekki fast, heldur verður það ákveðið eitt ár fram í tímann á aðalfundi, t.d verður árgjaldið fyrir 2005 ákveðið á aðalfundi ársins 2004.

10. Grein.
Á aðalfundi verður tekin ákvörðun um hvernig rekstarafgangi verði varið.

11. Grein.
Ákvörðun um slit félagsins getur aðeins verið tekin á aðalfundi, og er sú ákvörðun háð því að 15 stjórnarmeðlimir greiði atkvæði með tillögu þess efnis.

Við slit félagsins skulu eigur félagsins renna til félagsmanna þess.

12. Grein.
Mæti menn í jakkafötum á aðalfund á laugardegi, skulu menn mæta í sokkum sem ekki eru hvítir, annað varðar sektum upp á 5 krónur íslenskar, sem greiðast skulu inn á reikning félagsins.

Allar stærri ákvarðanir félagsins verða teknar á stjórnarfundi eða aðalfundi.

Ákvarðanir verða teknar á þann veginn að stjórnarmaður kynnir viðkomandi efni sem ákvörðun þarf að taka um, síðan ræðir stjórnin mögulegar ákvarðanir og loks fer fram atkvæðagreiðsla, sú tillaga sem nýtur hylli flestra verður þar með samþykkt.
Aðeins stjórnarmeðlimir (17 talsins) hafa atkvæðisrétt í kosningum á stjórnarfundum en allir félagsmenn sem greitt hafa síðustu félagsgjöld hafa atkvæðisrétt á aðalfundum.

13. Grein.
Lög þessi eru bráðabirgðalög og verða lögð fyrir atkvæðagreiðslu á næsta aðalfundi þar sem þau verða annað hvort samþykkt eða felld.
Verði þessi lög samþykkt á aðalfundi þá fellur 13.gr. laganna sjálfkrafa út og þau öðlast varanlegt gildi.
  - posted by Bynni

miðvikudagur, september 22, 2004
 
Ég vill þakka ykkur fyrir æfinguna "núna" í kvöld, hún tókst einstaklega vel upp, skiptingar tókust ágætlega upp. Ágætlega gekk að setja upp leiknis æfingar og vonandi náum við að gera fjölbreyttari og jafnvel fleirri á komandi æfingum. Til dæmis væri ágætt að hafa kerfi á þessu eins og að við myndum byrja á æfingu spila svo í 30 min og taka aðra æfingu og svo aftur spil í 30 min og enda svo á einni æfingu.

Einnig ætla ég að vekja athygli á nokkrum reglum, og ef eitthvað vantar inní þá endilega bætið við þannig að við getum safnað saman og bætt við smátt og smátt í reglusafnið sem við spilum eftir.

1. Ekki má slá bolta yfir hné hæð.
2. Ef kylfuhaus fer yfir mjöðm þá er viðkomandi aðili sendur útaf í 1 min og mótherjanir fá boltan.
3. Bannað að hoppa til að taka boltan á bringuna, ástæða er slysahætta!
4. Bannað að slá í kylfu andstæðingsins, þ.e. boltinn verður að vera á milli kylfanna. (reynum að halda þessa í heiðri)
5. Aðeins má sparka einu sinni í boltan á milli þess sem hann fer í kylfuna.
6. Bannað er að sparka boltanum í markið.
7. Markmaður má ekki henda boltanum uppávið þegar hann er að gefa boltann út.

(8). Markmansteigur, eftir að skilgreina en ættum að setja leikmannabannsvæði fyrir framan markið til að vernda markmennina okkar!

Svo höfum við það markmið að bæta inn öllum standart reglunum sem alþjóðabandysambanið hefur smátt og smátt.
Hmm já ég myndi halda áfram ef ég væri ekki að kafna úr eigin svitalykt... endilega commentið á þetta og bætið við ef eitthvað vantar.

Oggi (flautuóði þjálfinn)


  - posted by Oddgeir

þriðjudagur, september 21, 2004
 

Hérna er komið allsvakalegt leikkerfi sem ég er nýlega búinn að hanna. Smá útskýringar: (Nöfnin sem eru notuð hér að neðan eru algerlega út í loftið. Ef einhver í liðinu heitir sama nafni er það hrein tilviljun.)

1: Gunni hleypur með ballerínusnúning í gegnum vörnina hjá andstæðingnum og öskrar: "Ég er hamstur, ég er hamstur!"
2: Eva skokkar rólega að marki andstæðinganna, setur kylfuna á gólfið, skokkar svo út í kant og spyr í forundran hvar kylfan sín sé.
3: Bynni hleypur bakvið markið öskrandi brjálæðislega og baðandi út öngum, skokkar svo fram fyrir markið, leggst niður og þykist vera sofandi.
4: Soffía hleypur í smá sveig, stoppar til að bora í nefið og ropa hressilega, hleypur svo í annan sveig að hinum kantinum, hoppar þrisvar upp í loftið, snýr sér við og kastar kylfunni út af vellinum.
5: Hlynur tekur svokallaðan "sikk-sakk-sprett" í gegnum vörnina, stoppar til að dansa fugladansinn, fer með stafrófið afturábak og skokkar til baka til að spyrja markmanninn hvað klukkan sé.

Þetta skal allt gerast samstundis, og þegar þessu er lokið þá er hitt liðið að öllum líkindum búið að gefa leikinn þannig að býsna auðveldur sigur er í höfn. Ágætt væri ef einhver gæti prentað út þetta leikkerfi og komið með það á næstu æfingu til að prófa virkni þess. Einnig þarf að redda dómaraflautu. (Ég kem með skeiðklukku). Svo skilst mér að einhver ætli að senda "invite" á fleiri meðlimi bandýklúbbsins svo þeir geti allir komið með hugmyndir að leikkerfum og komið hugsunum sínum á netið.
  - posted by Hafsteinn

laugardagur, september 18, 2004
 
Mig langar alveg obboslega að fá msn-in hjá ykkur börnin góð til að spjalla við ykkur utan bandýtíma til að fara yfir leikkerfin, tæknina og skipuleggja djömm og samkomur. Er það ekki gríðargóð hugmynd? Ég bið ykkur því að setja msn-in ykkar inn á commentakerfið. Mitt er soffiab@hotmail.com. Sjáumst á miðvikudaginn... ég er farin að telja niður dagana!!!
  - posted by soffia

föstudagur, september 17, 2004
 
Breytingar á síðunni
Ég bætti við tveim linkum þar sem hægt er að nálgast gagnlegar upplýsingar um floorball (eða bandý). Á nsw floorball er meðal annars sagt frá því hvernig á að halda á kylfunni og IFF (International Floorball Federation) er hægt að finna allar reglurnar http://www.floorballaustralia.org/Rules/rules.pdf.
  - posted by eva

þriðjudagur, september 07, 2004
 
Bandýklúbburinn Barbie sem lögaðili.

Ég fór í gær og náði í pappíra til að geta sótt um kennitölu fyrir Barbie og er þar með orðinn forráðamaður félagsins... ekki formaður samt... hann verður kosinn á aðalfundi.

Ég mun birta fólki drög að lögum félagsins fljótlega og þá getur fólk komið með breytingartillögur.


P.S EINHVER ÞARF AÐ VELJA TÍMA Í FÍFUNNI!!!
  - posted by Bynni

föstudagur, september 03, 2004
 
Allir að mæta í Fífuna kl. 16 í dag og spila alvöru innibandý með sænska þjálfara innan handar. Skylda að mæta í Barbie-bolunum! (Sjá frétt
hér
)

Update: Hérna er hægt að ná í þrívíddar-bandýleikinn (3 mb). Ef þið viljið fulla útgáfu (21 mb), þá fæst hún hér. Það þarf að slá inn einhvern kóða sem birtist á mynd til að sækja leikinn á þessari síðu. Hvað er betra en 8 ára gamall þrívíddarleikur með sænskum lýsanda? Annars þarf bara að nota örvarnar til að hreyfa kallinn, og 1 til að skjóta og 2 til að senda.
  - posted by Hafsteinn

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


 • Exel vörur
 • Kronstrand
 • Canadien vörur

 • Málsfróðvitnun dagsins:


  Bandýnefnd ÍSÍ
 • Bandýnefnd ÍSÍ

 • Meðlimir
 • Bandýfélag Kópavogs
 • Bynni
 • Einar
 • Ella
 • Eva Hrund
 • Frikki
 • Gunni
 • Haffi
 • Halli
 • Halli litli
 • Hildur Jóna
 • Hildur Jóns
 • Hlynur
 • Linda
 • Markús
 • Oggi
 • Oddur
 • Sebastian "The Bruno"
 • soffí­a
 • Sveinbjörn
 • Þessi hlekkur er til leigu

 • Önnur bandýfélög
 • Bandýmannafélagið Viktor
 • Trukkarnir

 • Bandýsíður
 • Alþjóðabandýsambandið
 • nsw floorball
 • Youth startup kit
 • Reglur leiksins

 • ARCHIVES
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


  Powered by Blogger