Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

laugardagur, júlí 24, 2004
 
Mig langar bara til að þakka ykkur fyrir stórskemmtilegt mót um síðustu helgi. Við verðum að endurtaka það og hafa það ennþá stærra að ári. Held við ættum kannski að draga úr áfengisneyslu í næsta sinn til að hafa það enn eftirminnilegra! Hvað á svo að gera um Verslunarmannahelgina? Er um að gera að fjölmenna einhversstaðar í bleiku bolunum??:D
  - posted by soffia

föstudagur, júlí 23, 2004
 
Það tóku kannski ekki allir eftir því en nokkrir úr klúbbnum voru með upptökuvél í ferðinni til Egilsstaða og tóku upp myndir af meðlimum Barbie fullum, asnalegum og þreyttum. Þessar myndir verða svo klipptar til, öll ummæli slitin úr samhengi og svo verður þetta allt notað í fjárkúganir! HAHAHAHAHA! Engin miskunn! HAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHAHA!
  - posted by Hafsteinn

mánudagur, júlí 19, 2004
 
Hvar var ég eiginlega um helgina? Ég er allur stirður og slappur! Hvað gerðist eiginlega?!
  - posted by Hafsteinn

þriðjudagur, júlí 13, 2004
 
Nú eru allir líklegast orðnir spenntir fyrir að fara austur um helgina. Ferðin gæti tekið um 8 tíma og því er ekki úr vegi að hafa eitthvað að gera á meðan. Hér koma hugmyndir að nokkrum leikjum:

Telja steinana
Telja stikurnar
Telja trén
Telja kýrnar


Þessir leikir geta stytt lúnum ferðalöngum stundirnar í bílferðum. Gott er að skrá niður talningar jafnóðum til að eiga til minningar.

Svo þarf náttúrulega að geta haft skemmtileg lög til að syngja með í ferðinni. Hér koma nokkrar tillögur:

Focus - Hocus Pocus
Knorkator - A
Einhver svíi & after shave - Bandy bandy
R.Á.Þ. - Áfram, áfram bílstjóri
Sigríður Níelsdóttir - Steinaldarfantasía


Það er skylda fyrir hvern meðlim Barbie að kunna þessi lög utan að.
  - posted by Hafsteinn

fimmtudagur, júlí 08, 2004
 
Farþegalisti Bynna.

Til að hafa þetta mjög einfalt þá verða eftirfarandi farþegar í mínum bíl ;

Hlynur, Sveinbjörn, Hildur og Tedda.

Post scriptum ; EKKI TAKA MIKINN FARANGUR!
  - posted by Bynni

föstudagur, júlí 02, 2004
 

Barbie eignast nýjan kærastaÞað reiðarslag dundi á dúkkuunnendum fyrr á árinu að fregnir bárust af sambandsslitum Barbie og Ken. Þessi frægasta dúkka heims hafði átt í ástarsambandi við Ken í ein 40 ár þegar Bandýklúbburinn, sem kallast Barbie, tilkynnti að parið hefði ákveðið að skilja. Illar tungur sögðu þó sambandsslitin einungis bragð hjá markaðsfræðingum Bandýklúbbsins þar sem sala á Barbie-dúkkum hafði fyrr á árinu dregist saman um ein 70%.
Það fregnaðist svo í vikunni að Barbie væri komin með nýjan mann upp á arminn. Sá heppni heitir Blaine og er bandýmaður frá Ástralíu.
Barbie fékk hjálp almennings við að velja kærastann en yfir tvöhundruð milljónir manna greiddu atkvæði í kosningu sem Bandýklúbburinn stóð fyrir á heimasíðu sinni á dögunum. Blaine varð hlutskarpastur í kosningunni og er parið að sögn mjög hamingjusamt.
Barbie, sem heitir fullu nafni Barbie Millicent Roberts, leit fyrst dagsins ljós árið 1959. Mismunandi útgáfur af henni eru fáanlegar í yfir 150 löndum víðsvegar um heiminn og er vinsælasta útgáfan að sjálfsögðu með bandýkylfu í hönd.
  - posted by Oddgeir

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


 • Exel vörur
 • Kronstrand
 • Canadien vörur

 • Málsfróðvitnun dagsins:


  Bandýnefnd ÍSÍ
 • Bandýnefnd ÍSÍ

 • Meðlimir
 • Bandýfélag Kópavogs
 • Bynni
 • Einar
 • Ella
 • Eva Hrund
 • Frikki
 • Gunni
 • Haffi
 • Halli
 • Halli litli
 • Hildur Jóna
 • Hildur Jóns
 • Hlynur
 • Linda
 • Markús
 • Oggi
 • Oddur
 • Sebastian "The Bruno"
 • soffí­a
 • Sveinbjörn
 • Þessi hlekkur er til leigu

 • Önnur bandýfélög
 • Bandýmannafélagið Viktor
 • Trukkarnir

 • Bandýsíður
 • Alþjóðabandýsambandið
 • nsw floorball
 • Youth startup kit
 • Reglur leiksins

 • ARCHIVES
  október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


  Powered by Blogger