Bandýfélag Kópavogs
BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.
- posted by Hafsteinn
Útibandý útibandý!! Barbie tilkynnir útibandý á morgun!!
Mæting klukkan 13:00 útá nes (Valhúsaskóla) þar sem við munum spila á gervigrasinu. Ef einhver veit ekki hvar þetta er þá er frjálst að mæta klukkan 12:45 niðrí íþróttahús og verða samferða mér ;-)
Oggi muna að mæta með mörkin okkar mjög svo glæsilegur (en til upplýsingar fyrir fáfróða þá fjárfestum við í hvítu mörkunum eftir tímann í dag)
Sjáumst!
- posted by Hildur
Nú ætlar Barbý að taka sumardaginn fyrsta með trompi og skella sér í útibandý á morgun!!!!!
Stefnan er að hittast kl. 13:00 hjá gervigrasvellinum í Valhúsaskóla (Á Seltjarnarnesinu við hliðiná sundlauginni) en eins og fólk kannski veit að þá er íþróttahúsið lokað á morgun. Allt fer þetta náttúrulega eftir veðri en ef það verður eitthvað í líkingu við veðrið í dag þá ættum við að vera í góðum málum.
Eins gott að þið mætið því að annars þá ..........ehhh .........verð ég .........ehhh .........mjög leiður.
- posted by Gunnar
Ekki mætti ég ....
En enginn segist sakna mín...
iss piss og fýluprump!
- posted by Bynni
Ætlar fólk ekki örugglega að mæta í þessari viku? Ég kom aftur suður svona snemma bara til þess að mæta í bandý..:)
- posted by soffia
Þá eru páskarnir á enda og tími til kominn að hlaupa af sér páskaeggin! Annars fóru nokkrir meðlimir klúbbsins í leynilega ferð í Austurbæjarskóla um daginn til að prófa að spila bandý undir berum himni. Skemmst er frá að segja að það virkaði afar vel, þannig að vel er mögulegt að öllum klúbbnum sé óhætt að fara í einu í útibandý. Það eina sem vantar er bandýmörk, og því legg ég til að við förum að kaupa þessi hvítu mörk. Við munum öll orð skáldsins forðum:
„Spela! Spela bandy!
Ingen annan sport! Ingen annan sport
är så skön som bandy!“
- posted by Hafsteinn
Hvað segiði um að kaupa hvítu bandýmörkin? Kosta sennilega um 2000 kall stykkið og þá getum við spilað útibandý hvenær sem okkur sýninst ;-)
Og svo koma hérna myndir af því þegar nokkrir hraustir Barbie meðlimir fóru á landsleik sem við unnum örugglega, lokatölur 2 - 2 og ekkert að því...

- posted by Hildur
Það verður víst lokað á miðvikudaginn í íþróttahúsinu og alveg fram þriðjudaginn í næstu viku þannig að það verða engir bandýtímar þangað til :(
- posted by Gunnar
Kæru lesendur nú er loks komið að því, ég var að tala við íþróttanefnd Bifrastar og þeir segjast vilja keppa á móti okkur í Bandy, þeir segjast vera búnir að æfa þetta 1 sinni í viku seinustu þrjár annir þannig að þætti gæti verið ágætis keppni, líklega þó svipað og leikur Íslands á móti Armeníu og þá náttúrulega Barbie sem Ísland.
Þannig er að faðir eins þeirra er húsvörður í Foldaskóla og gátu þeir því reddað Íþróttasalnum í Foldaskóla klukkan 18 í kvöld, við þurfum að ná ekki færri en 4 því spilað verður í 4 manna liði, helst náttúrulega viljum við hafa sem flesta til að get skipt út og malað þá.
Þið sem hafið áhuga og komist skráið ykkur í shoutoutið og skiljið eftir símanúmerið!
- posted by Oddgeir
Bandý bætir, hressir og kætir!