Bandýfélag Kópavogs
BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.
Hún á afmæli í dag :)
Hver er hún?
- posted by Sveppi
Bandýfélag Kópavogs er komið með nýja heimasíðu á slóðinni
http://bk.bloggar.is. Vinsamlegast uppfærið hlekki. Annars hefur gjaldkeri ákveðið að æfingagjöld fyrir þessa önn verði 16.000 kr. Vinsamlegast greiðið sem fyrst inn á 0525-14-604806, kt.620306-0530 og munið að hafa nafn sem tilvísun. Munið einnig að þið getið fengið nótu fyrir gjöldunum til að fá íþróttastyrk frá vinnustað eða stéttarfélagi.
- posted by Hafsteinn
Íslandsmeistaramótið - lokaorð!Bandýnefndinni langar að þakka öllum sem tóku þátt á Íslandsmeistaramótinu sem fram fór í gær 7. október.
Okkur fannst mótið takast ótrúlega vel og liðin sem tóku þátt voru mjög sterk. Við vonum að einhverjir bjóði sig fram í mótsnefnd fyrir mótið á næsta ári til að skipulagningin geti orðið sem best svo að öll skipulagning og framkvæmd verði ekki á höndum svona fárra aðila eins og gerðist núna.
Það var gaman að sjá ný lið koma svona sterk inn í keppnina sem sýnir að það verður líklega enn meiri harka á næsta ári. Liðin verða því að vera dugleg að æfa sig fyrir næsta mót. Við hvetjum alla að fara að skrá liðið sitt formlega því samkvæmt reglum ÍSÍ þá mega aðeins þeir sem eru skráðir taka þátt á Íslandsmeistaramóti innan þess. Við leyfum okkur að líta framhjá þessari reglu á meðan íþróttin er að festa sig í sessi.
Verðlaunasætin voru:1. sæti: Hamrarnir frá Akureyri
2. sæti: Bandýmannafélagið Viktor
3. sæti: Swingers
- posted by soffia
ATHUGIÐ - breytingar á fyrirkomulagi Íslandsmeistaramótsins!!Í stað 10 liða eru nú 8 lið sem keppa um titilinn eftirsótta.
Riðill AAkademia/Trukkar
BK
Langhundar
UIA
Riðill BBoltastrákarnir
Hamrarnir
LBHI
Viktor
Riðill A mætir klukkan 10:30
Riðill B mætir klukkan 12:30 ATH breyttan tímaVegna breytinga verða úrslitin spiluð þegar seinni riðillinn hefur lokið keppni. Áætluð lok B riðils er á milli klukkan 15 og 16.
- posted by soffia
ÍslandsmeistaramótiðTilkynning frá nefndinni - með fyrirvara um breytingar
Dregið hefur verið í riðla og er skiptingin eftirfarandi:
Riðill AAkademían
BK
Langhundur
Trukkarnir
UIA
Riðill BBoltastrákarnir
Hamrarnir
LBHI
Nafnlaust-lið
Viktor
Riðill A mætir klukkan 10:30 - 15:00
Riðill B mætir klukkan 14:30- 19:00
Fjögra liða úrslit verða haldin á sunnudeginum
- posted by soffia
Ágæta fólk sem sótti dómaranámskeiðið í Laugardalnum í fyrra,
eins og mörg ykkar vita verður Íslandsmótið í bandý haldið helgina 7. - 8. okt og kemur það í hlut einhverra okkar sem sóttum námskeiðið að dæma leikina á mótinu. Þar sem víst má telja að flest ykkar séu orðin ansi ryðguð í reglunum og dómarafræðum almennt efnir dómaranefnd bandýnefndar ÍSÍ til sérstaks dómarafundar fimmtudaginn 5. október. Fundurinn verður haldinn í sama sal og námskeiðið var í á sínum tíma og hefst kl. 18:00. Hann stendur í mesta lagi í þrjá tíma. Á fundinum verður farið yfir ýmsar reglur og túlkanir á þeim auk þess sem línur verða lagðar fyrir helgina. Aðeins þeim sem mæta verður leyft að dæma á mótinu nema sérstakar aðstæður komi til sem ræða þarf við dómaranefnd fyrir 5. okt.
Kveðja,
Tomasz H. Pajdak, formaður dómaranefndar
- posted by soffia
StelpubandýBara að auglýsa að stelpubandý verður aftur í vetur og nú ætlum við að reyna að troða okkur í Fífuna. Ef við erum ekki mjög margar þá mega strákar (sem eru ekki vangefið góðir) mæta líka með sérstöku leyfi ;)
- posted by soffia
Bandý bætir, hressir og kætir!