Bandýfélag Kópavogs
BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.
Ég ætla að endurtaka leikinn frá því í
október árið 2004 og setja inn eitthvað af myndunum sem Bynni tók á sunnudaginn.

Þessi mynd var reyndar tekin í útibandý um daginn á gervigrasinu við Fífuna. Sjá má Smáralindina í bakgrunni.

Bynni (nr. 8) fylgist með þegar Bruno (í rauðu) sólar sig í gegnum vörnina.

Að venju var tekin hópmynd.

Gunni og Oddur stilltu sér upp á bílaplaninu (takið eftir miðbæ Kópavogs í bakgrunni).

Bjarki þurfti á hvíld að halda í miðjum leik.

Stelpurnar sýndu góða takta eins og ávallt.
- posted by Hafsteinn
Bandýfélag Kópavogs.
Sökum ítrekaðra kvartana félagsmanna hef ég breytt nafni blóksins, núna heitir það líkt og félagið okkar "Bandýfélag Kópavogs", ef einhver er ósáttur við þessa breytingu þá er viðeigandi bent á velvakanda í morgunblaðinu.
Takk fyrir.
- posted by Bynni
Neyðarkall.
Við þörfnumst fleiri leikmanna til að taka þátt í Árósamótinu í maí. Það veldur mér miklum vonbrigðum hve lítill áhugi er fyrir hendi.
Verður þetta líka svona þegar Ísland mun taka þátt í alvöru keppnum eins og HM?
Þetta er einstakt tækifæri til að taka þátt í skemmtilegu móti þar sem allir koma til að skemmta sér og öðrum.
Málið er ekki flókið, leikmenn þurfa aðeins að vera karlkyns og að geta eitthvað í bandý... ásamt því að fólk þarf að eiga rétt rúman 30 þúsund kall. Það er nánast allt innifalið í ferðinni!
Ég hvet alla til að hugleiða málið, Ísland þarfnast ykkar!
Ef þið hafið einhvern áhuga eða spurningar hafið þá samband við mig. Bryngeir(hjá)hi.is eða 869-5472.
Takk fyrir.
- posted by Bynni
Bandý bætir, hressir og kætir!