Bandýfélag Kópavogs
BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.
Hæ
Því miður falla æfingar niður frá 31 ágúst til 13 sept.
Hér mun væntanlega koma upp tilkynning varðandi Íslandsmeistaramótið innan fárra daga.
Þeir sem hafa áhuga á að leggja hönd á plóg við undirbúning mótsins eru vinsamlegast beðnir að gefa sig fram. Nefndin mun þiggja þá hjálp sem henni býðst.
Kveðja,
Oggi
- posted by Oddgeir
Ég legg til að hér komi tilkynning um það hvaða miðvikudagar og sunnudagar detta út á næstunni, hvenær Íslandsmótið fer fram og eins verði dómaranámsskeiðið auglýst nánar :)
Ég hlýt að hafa misst af einhverju í umræðunni um lokanir hússins því samkvæmt öllum auglýsingum þá er þessi sjávarútvegssýning einungis tímabilið 7.-10. september.
Ég get vel skilið að þetta taki út miðvikudaginn 7. og hugsanlega sunnudaginn 11. en það er eins og mig minni að talað hafi verið um fleiri æfingadaga sem myndu falla niður vegna þessarar sýningar eða einhverrar annarrar notkunar.
Nú væri gott fyrir hópinn að vita hvaða æfingar við höfum fram í miðjan næsta mánuð.
Fínt líka að uppfæra æfingatímann á hliðinni :)
- posted by Sveppi
Jæja, veriði sæl og blessuð!
Nú þegar ég er búinn í prófum, í bili, er aldrei að vita nema eitthvað líf færist í þessa síðu!
En til að byrja með þá tilkynni ég hér með breytta æfingatíma!
Framvegis mun tíminn byrja klukkan 21:00 og vera til 23:00!
Einnig munum við bæta við okkur sunnudeginum aftur og þá á sama tíma.
Fólk er hér með beðið um að skrá sig á tímanna.
Og allir að muna eftirfarandi: æfingin byrjar klukkan 21:00 á miðvikudaginn!
Einnig vill ég koma því að að nú er rétti tíminn að rífa vinina með sér og leyfa þeim að byrja hreyfa sig með haustinu!
Kveðja,
Oggi
e.s. ég skora á Bynna að fara mæta á æfingar!
- posted by Oddgeir
Tilkynning ;
BANDÝ!!!
Takk fyrir.
- posted by Bynni
Nú er hægt að sjá um hvað þetta fjölmiðlafár snýst: (Smellið á myndina til að stækka hana)
Morgunblaðið, 3. ágúst 2005, bls. 19
Einnig má benda á þá nýbreytni að það er komin tilvitnun dagsins hérna hægra megin á síðunni með ýmsum skemmtilegum málsháttum og fróðleiksmolum einnig.
- posted by Hafsteinn
Fjölmiðlafár...
Undirritaður hefur tekið eftir gífurlegu fjölmiðlafári í kringum þessa blessuðu íþrótt sem við gefum okkur út fyrir að stunda (sjá t.d bls 19 í morgunblaðinu í dag).
Þetta þykir undirrituðum einkar ánægjulegt og óskar undirritaður Oddgeiri, okkur hinum og umfram allt íslensku þjóðinni til hamingju með þetta.
Takk fyrir.
- posted by Bynni
Bandý bætir, hressir og kætir!