Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

mánudagur, desember 27, 2004
 
Frí

Sökum mikils leikjaálags undanfarna mánuði hefur framkvæmdastjóri Bandýklúbbsins Barbie brugðið á það ráð að gefa liðinu frí frá æfingu á miðvikudaginn.

Lesist = við eigum ekki tíma á miðvikudaginn... því miður... hins vegar standa vonir til að að sunnudaginn 2. Jan gætum við hafið æfingar á ný ... klukkan 22.00 ... nánar um það er nær dregur.

Takk fyrir...
yðar óeinlægi lygalaupur Bynni.
  - posted by Bynni

sunnudagur, desember 19, 2004
 
Jólaþema.

Málið er einfalt, á miðvikudagskvöldið verður jólaþema!
Fólk er hvatt til að koma með einhverskonar jóla flík til að spila í... t.d húfu.

Takk fyrir
  - posted by Bynni

mánudagur, desember 13, 2004
 
Lög Bandýklúbbsins Barbie

1. Grein.
Félagið heitir Bandýklúbburinn Barbie og er félagið íþróttafélag.

2. Grein.
Heimili félagsins er að Vesturhúsum 5, 112 Reykjavík.
Varnarþing félagsins er í Reykjavík.

3. Grein.
Tilgangur félagsins er að skapa félagsmönnum sínum aðstöðu og tækifæri til að iðka íþróttina bandý, ásamt því að stuðla að framgangi íþróttarinnar á Íslandi.

4. Grein.
Félagið hyggst ná tilgangi sínum með því að hafa skipulagðar og reglulegar æfingar ásamt því að senda lið skipað/uð félagsmönnum til leiks ef skipulögð keppni verður sett á laggirnar.

5. Grein.
Stofnfélagar eru eftirfarandi;

X

6. Grein.
Félagi telst hver sá sem þess óskar eða tekur þátt í starfi félagsins. Skal félagi skráður í félagaskrá. Aðalstjórn heldur félagaskrá . Aðalstjórn getur vikið félaga úr félaginu fyrir brot á félagsreglum.


7. Grein.

Málefnum félagsins er stjórnað sem hér segir: Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málefnum þess. Aðalstjórn framkvæmir stefnu aðalfundar og stýrir málefnum félagsins milli aðalfunda. Gjaldkeri hefur umsjón með fjármálum félagisins á milli aðalfunda.

Allir stjórnarmeðlimir og félagsins hafa rétt til þess að boða til stjórnarfundar telji þeir það nauðsynlegt.
Til stjórnarfundar skal boða með 5 daga fyrirvara.



8. Grein.

Aðalfundur félagsins hefur æðsta vald í öllum málefnum þess. Hann skal haldinn í Desember ár hvert. Til aðalfundar skal boða með tilkynningu á vefsíðu félagsins með minnst fimm daga fyrirvara. Tillögur um lagabreytingar skulu berast vefmeistara félagsins eigi síðar en 3 dögum fyrir aðalfund og skulu þær sjást á vefsíðu félagsins til fundardags. Á aðalfundi skal leggja fram skýrslu um starfsemi félagsins og ársreikning félagsins. Aðalfundur ákvarðar skiptingu styrkja ríkis, sveitarfélaga og íþróttahreyfingarinnar til félagsins á milli málefna (þ.e aðstöðumála, búningamála o.s.frv.). Aðalfundur er lögmætur ef löglega er til hans boðað.



Rétt til setu á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétti eiga allir félagar en eftirtaldir hafa atkvæðisrétt:

a) aðalstjórn félagsins ;

b) þjálfarar félagsins (séu þeir ekki stjórnarmeðlimir) ;

c) 3 fulltrúar kjörnir af þeim meðlimum félagsins sem ekki eru í aðalstjórn.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

1. Skýrsla formanns.

2. Skýrsla gjaldkera.

3. Umræður og afgreiðsla á skýrslum og reikningum.

4. Umræður um málefni félagsins.

5. Lagabreytingar.

6. Kosningar

a) formaður, b) varaformaður, c) gjaldkeri, d) ritari,

e) endurskoðandi, f) vefmeistari, g) fjölmiðlafulltrúi.

7. Önnur mál.

Á aðalfundi ræður meirihluti atkvæða úrslitum mála. Til þess að breyta lögum félagsins þarf þó 2/3 hluta greiddra atkvæða. Enginn getur farið með fleiri en eitt atkvæði á aðalfundi. Falli atkvæði jöfn ræður hlutkesti.

Aðalstjórn framkvæmir stefnu aðalfundar, stýrir málefnum félagsins á milli aðalfunda, vinnur að alhliða eflingu þess og gætir hagsmuna félagsins í hvívetna. Aðalstjórn skipar starfsnefndir um framkvæmd tiltekinna verkefna. Hún hefur umráðarétt yfir öllum sameiginlegum eigum félagsins og umsjón með rekstri þeirra og varðveislu. Aðalstjórn setur reglur um fjárreiður og meðferð fjármuna, hefur eftirlit með fjárhagi félagsins og gerir samstæðureikning fyrir félagið. Aðalstjórn annast samskipti félagsins við stjórnvöld og önnur samtök með mál sem varða félagið allt.

Aðalstjórn skipa:

Sjö menn ; formaður, varaformaður, gjaldkeri, ritari, endurskoðandi, vefmeistar og fjölmiðlafulltrúi sem kosnir eru á aðalfundi til tveggja ára í senn.

Aðalstjórn skal koma saman einu sinni í mánuði hið minnsta

9. Grein.
Árgjald félagsins er ekki fast, heldur verður það ákveðið eitt ár fram í tímann á aðalfundi, t.d verður árgjaldið fyrir 2005 ákveðið á aðalfundi ársins 2004.

10. Grein.
Á aðalfundi hvers árs verður tekin ákvörðun um hvernig rekstarafgangi þess árs verður varið.

11. Grein.
Ákvörðun um slit félagsins getur aðeins verið tekin á aðalfundi, og er sú ákvörðun háð því að allir stjórnarmeðlimir greiði atkvæði með tillögu þess efnis.

Við slit félagsins skulu eigur félagsins renna til félagsmanna þess.

12. Grein.
Lög þessi taka þegar gildi.


Ps Einnig munu gilda innanfélagslög... en hvernig lýst ykkur á þetta?
  - posted by Bynni

föstudagur, desember 10, 2004
 
Aðstöðumál.

Ég fór áðan út í Smára og gekk frá því að við höldum miðvikudagstímunum áfram eftir áramót, einnig lét ég eyrnamerkja sunnudagstíma fyrir okkur ... en sá er sem stendur aðeins frá 10 til 11... en það er möguleiki að hægt verði að hafa hann frá 21 til 23.
Ef við tökum þennan sunnudagstíma og hann helst óbreyttur fram á vor þá mun allur pakkinn kosta 234 þúsund krónur... sem er mjög sanngjarnt verð (18 tvöfaldir tímar og 18 einfaldir), ef tíminn verður tvöfaldur (það er í vinnslu) þá mun þetta kosta 300 þúsund krónur...

Staðan er þannig að við munum halda tímunum út Maí mánuð, fyrsti sunnudagstíminn gæti orðið 2. Janúar... en fyrsti miðvikudagstíminn yrði 5. Jan.

Einnig er ljóst að við getum fengið tíma í Smáranum í sumar... húsið er bara lokað um helgar.

Einnig vil ég enn og aftur vekja athygli á þeim möguleika að sækja um aðild að Breiðabliki, það myndi auðvitað valda því að við þyrftum að borga félagsgjöld o.fl. en það myndi líka hafa þau áhrif að við fengjum fleiri og jafnvel betri tíma í Smáranum ásamt FLEIRU!

Ef einhver þarf nánari upplýsingar þá er bara um að gera að hringja í mig... númer mitt er auðitað að finna í símaskránni og í símum margra meðlima Barbie.

Ps Þeir sem enn eiga eftir að gera upp "æfingagjöldin" eru eindregið hvattir til að gera það sem allra fyrst!

Pps Lögin eru að mestu tilbúin og verða birt um helgina.
  - posted by Bynni

miðvikudagur, desember 08, 2004
 
Sæl verið þið!

Mér datt í hug að halda kosningu í kvöld um hvort við ættum ekki að taka upp þann sið að skipa einn dómara úr því liði sem situr á varabekknum í hverjum leik.

Þetta myndi án efa setja okkar leik uppá annað plan ef við höfum einn alráðan dómara sem EKKI er hægt að rökræða við til að sjá um að allir passi sínar kylfur, lappir og höfuð.

Einnig vil ég sjá hversu margir hefðu áhuga á að bæta við tíma á næsta ári, þ.e. eftir áramót.

Svona ykkur til glöggvunar þá er búið að hafa samband við íþróttahúsið í Kársnesi þar er minni salur, ekki nægilega stór fyrir löglegan leikvöll, og ekki endilega hægt að geyma rinkinn né mörkin.
Þar kostaði klukkutíminn 4000 kr.

Og íþróttahúsið í Digranesskóla, þar kostar klukkutíminn 5000 kr. Salurinn nógu stór en eftir sem áður þá er það dýrara en Fífan.

Annars sjáumst við bara í kvöld!
Kveðja,
Oggi þjálfi
  - posted by Oddgeir

þriðjudagur, desember 07, 2004
 
Undarlegt heilhveiti...

Ég skráði mig í svona veffélag .... hérna!

Svo heyrði ég orðróm um bandýleik sem heitir aspc floorball 2002... sem ku vera með öllu óskyldur Mer Innebandy, en gallinn við þennan leik er að ég finn hann hvergi nema á Fileplanet.com og ég er ekki að höndla það að skrá mig þar bara til þess að fá leikinn...

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

fimmtudagur, desember 02, 2004
 
Þeir sem misstu af sjónvarpsfréttum í gær þar sem undirrituð, Oggi, Frikki og Haffi fóru á kostum geta farið á vísi.is á "vef Tíví" og séð þau undur og stórmerki sem áttu sér stað:)
  - posted by soffia

 
Gleðitíðindi.

Ég vil óska Barbie innilega til hamingju með nýja markvörðinn :)

Ég vil einnig bjóða nýja markvörðinn velkominn til liðs við Barbie!

Eru þá ekki allir glaðir?
  - posted by Bynni

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger