Bandýfélag Kópavogs

  BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.

fimmtudagur, nóvember 25, 2004
 
Jei! Það er kominn nýr markmannalisti! Hann er hér. Annars verður hann í framtíðinni hérna hægra megin á síðunni, þ.e. það koma engar tilkynningar þegar hann er uppfærður.
  - posted by Hafsteinn

mánudagur, nóvember 22, 2004
 
Jæja þá hefur ÍSÍ tekið þá ákvörðun að styrkja þrjá meðlimi Barbies um 25 þús handa hverjum aðila til að verja í ferð á þjálfaranámskeið til eins af okkar gömlu konungsríkja. Þessir aðilar sem fengu styrk ganga undir dulnöfnunum Barbie, Ken og Blaine þangað til á næstu æfingu. Heimildamaður innan þríeykisins, sem ekki mun verða upplýst hver er, hefur tjáð mér að áætlað sé að fara stuttu eftir áramót.
Fyrir hönd allra sem hafa hendur óska ég þeim til hamingju með þennan styrk og bendi öllum á að fylgjast með fréttunum 1. des því án efa mun verða mikið fjölmiðlafár í kjölfar afhendingar þessara miklu fjárhæða sem fara akkurat fram á okkar fullveldisdegi og afmælisdegi systur minnar.

En að öðru leiti kveður,
Þjálfinn og leikmaðurinn: Oggi
  - posted by Oddgeir

 
Styrkir.

Ég veit aðeins um eina manneskju sem fékk þjálfarastyrk...
Ég óska henni innilega til hamingju! :)

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

föstudagur, nóvember 19, 2004
 
Jæja, þá er kominn nýr markmannalisti. Þar sem sumir voru heilan tíma í fyrstu umferð, þá fá þeir að sleppa því að vera hálfan tíma í þessari umferð. (Þeir sem voru heilan tíma í fyrstu umferð og hálfan í annari fá að sleppa þriðju umferð). Listinn er hér. Því reiknast mér til að í næsta tíma verði Soffía, Alli, Frikki, Bjarki eða Ragnar markmenn. Hildur verður markmaður í þarnæsta tíma að eigin ósk.
  - posted by Hafsteinn

miðvikudagur, nóvember 17, 2004
 
Eins og flestir vita var haldið snjóbandý í gær. Mættu nokkrir meðlimir klúbbsins upp í Grafarvog, rétt hjá þar sem Gunni á heima, til að spila bandý í nokkuð djúpum snjó. Þarna mættu undirritaður, Hlynur, Gunni, síðhærði snjóKalli, stutthærði snjóKalli og einhver skessa sem enginn hafði hitt áður. Hérna má sjá myndir sem voru teknar á æfingunni.
  - posted by Hafsteinn

 
Lög Barbie.

Þó ég hafi verið veikur heima í gær þá sat ég ekki auðum höndum, heldur gerði ég heiðarlega tilraun til þess að semja ný lög fyrir Barbie, lög þessi voru samin með hliðsjón af lögum Breiðabliks.

Lögin munu verða sýnd á æfingu í þessari eða næstu viku.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

mánudagur, nóvember 15, 2004
 
Léleg mæting.

Eins og allir vissu þá var fyrirhugað að hafa æfingu áðan (2.45 f.h að staðartíma), æfingin var haldin en mætingin var til háborinnar skammar, ekki nóg með að mæting hafi verið léleg heldur voru meðlimir félagsins ekkert að láta vita af hverju þeir mættu ekki!

En við Hlynur mættum og myndirnar á þessum hlekk sanna það!

Hérna!

Með von um betri mætingu á næstu næturæfingu ;
Yðar vonsvikni Bynni.
  - posted by Bynni

miðvikudagur, nóvember 10, 2004
 
Sniff sniff.. sökum veikinda kemst ég ekki í bandý í kvöld nema eitthvað kraftaverk gerist. Ég ætla að leggjast á bæn og biðja í allan dag um að fá heilsuna aftur... Annars... ÁFRAM SVARTA LIÐIÐ!!!!
  - posted by soffia

þriðjudagur, nóvember 09, 2004
 
Ég hef fengið fregnir af því að einhverjir meðlimir Barbie hafi verið á djamminu síðustu helgi. Slíkt er auðvitað með öllu óásættanlegt og ekki íþróttamönnum sæmandi. Þessir einstaklingar náðust á mynd, en því miður er hún það óskýr að erfitt er að greina hverjir þetta eru. Þó mæli ég með því að þeir sem þarna voru gefi sig fram sjálfviljugir þannig að þeir fái mildari refsingu.
  - posted by Hafsteinn

mánudagur, nóvember 08, 2004
 
Jæja, þá kemur vikulegi markmannalistinn. Nú eru þeir feitletraðir sem eru búnir að vera markmenn aftur. Annars var eitthvað talað um að liðin ættu að mæta í bolum í ákveðnum litum á næstu æfingu. Ég man bara að mitt lið átti að vera í rauðum (eða bleikum) bolum. Svo minnir mig að eitt lið hafi átt að vera í hvítum og annað í svörtum bolum. Sá sem veit eitthvað um það getur kannski sett inn eitt lítið komment hér fyrir neðan.

Búnir:
Oggi, Eva, Ella, Hlynur, Gunni, Þorvaldur, Guðmundur, Haffi, Óskar, Sveinbjörn, Soffía, Kalli stutthærði, Bynni, Kalli síðhærði, Alli, Hildur, Frikki, Bjarki, Tedda, Ragnar,

Eftir:
Róbert

Listinn.xls
  - posted by Hafsteinn

þriðjudagur, nóvember 02, 2004
 
Exel búnaður.

Ég hafði nýlega samband við Exel, sem framleiðir bandývörur og spurði þá hvort þeir hefðu vef-verslun sem maður gæti átt viðskipti við, því eins og flestir vita þá er úrval Intersport afskaplega takmarkað... hér er svarið ;

Dear Bryngeir,

Thank you for your interest in Exel Floorball. I apologize the delayed
reply.

As we don't actually have an active representative in Iceland at the
moment, the sales has to be taken care of by the Intersport
International chain.

Unfortunately we don't have an on-line store. I kindly ask you to
contact Intersport and make a request of a model you would be interested
in. They should be able to arrange that to you through their wholesale
partner.

I hope they will able to help you.

With kind regards,
Exel Oyj, Tuija Paananen
Export Sales Assistant

Svo í grundvallar atriðum ættum við að geta kíkt á síðu þeirra exel manna á netinu, tekið niður nöfn og módelnúmer þeirra hluta sem við hefðum áhuga á og fengið þá til að panta þá fyrir okkur... sé áhugi á því fyrir hendi.

Takk fyrir.
  - posted by Bynni

 
Jæja, hér er kominn uppfærður markmannalisti. Annars voru okkar ágætu þjálfarar að pæla í að stokka liðin upp í næsta tíma. Er stemmning fyrir því?

Búnir:
Oggi
Eva
Ella
Hlynur
Gunni
Þorvaldur
Guðmundur
Haffi
Óskar
Sveinbjörn
Soffía
Kalli stutthærði
Bynni
Kalli síðhærði
Alli
Hildur
Frikki
Bjarki

Eftir:
Tedda
Ragnar
Róbert
  - posted by Hafsteinn

Bandý bætir, hressir og kætir!

Bandýfélag Kópavogs er með æfingar í­ Smáranum (sambyggt Fí­funni) á:
sunnudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00
miðvikudagskvöldum kl. 21:00 - 23:00


  • Exel vörur
  • Kronstrand
  • Canadien vörur

  • Málsfróðvitnun dagsins:


    Bandýnefnd ÍSÍ
  • Bandýnefnd ÍSÍ

  • Meðlimir
  • Bandýfélag Kópavogs
  • Bynni
  • Einar
  • Ella
  • Eva Hrund
  • Frikki
  • Gunni
  • Haffi
  • Halli
  • Halli litli
  • Hildur Jóna
  • Hildur Jóns
  • Hlynur
  • Linda
  • Markús
  • Oggi
  • Oddur
  • Sebastian "The Bruno"
  • soffí­a
  • Sveinbjörn
  • Þessi hlekkur er til leigu

  • Önnur bandýfélög
  • Bandýmannafélagið Viktor
  • Trukkarnir

  • Bandýsíður
  • Alþjóðabandýsambandið
  • nsw floorball
  • Youth startup kit
  • Reglur leiksins

  • ARCHIVES
    október 2003 / nóvember 2003 / desember 2003 / janúar 2004 / febrúar 2004 / mars 2004 / apríl 2004 / maí 2004 / júní 2004 / júlí 2004 / ágúst 2004 / september 2004 / október 2004 / nóvember 2004 / desember 2004 / janúar 2005 / febrúar 2005 / mars 2005 / apríl 2005 / maí 2005 / júní 2005 / júlí 2005 / ágúst 2005 / september 2005 / október 2005 / nóvember 2005 / desember 2005 / janúar 2006 / febrúar 2006 / mars 2006 / apríl 2006 / maí 2006 / júní 2006 / ágúst 2006 / september 2006 / október 2006 /


    Powered by Blogger