Bandýfélag Kópavogs
BK er komið með nýja síðu. Vinsamlegast uppfærið hlekki.
Eins og glöggir bandýspilarar tóku eftir þá mætti ég með myndavél á æfinguna í gær. Hér eru nokkrar af þeim myndum sem ég tók:
Oddgeir fór úr skónum og sokkunum þegar hann fagnaði marki sem hann hélt hann hefði skorað. Í bakgrunni sjást Soffía og Eva berjast um boltann.
Hér sjást liðin hlaupa inn á völlinn eins og kindur þegar þeim er hleypt út á vorin.
Hér eru nokkrir af strákunum að hvíla sig á milli leikja, f.v. Gummi, Bynni, Gunni, Haffi, Kalli og Hlynur.
Hér er flestallir úr klúbbnum búnir að stilla sér upp fyrir aftan einhvern bikar sem fannst í glerskáp í húsinu.
Hér stefnir í einvígi á milli Frikka og Ragnars.
Eitt liðið stillti sér upp fyrir myndatöku. Frikki alltaf jafn glaður.
Óskar mætti fyrst á vitlausan völl og var látinn klæðast einhversskonar markmannsfötum og skóm með hnífsblöðum á botninum. Hann skilaði sér á réttan stað að lokum.
- posted by Hafsteinn
Hæ elskurnar mínar og takk fyrir síðast:) VERÐUM að endurtaka það. Ég er viss um að Bynni sé sammála mér þar;) ALlavega... Bjarki sýndi mér um daginn að íSÍ voru að auglýsa eftir umsóknum í þjálfarastyrki. Ég hafði að sjálfsögðu samband við Tomas vin okkar Jonsson í Noregi og hann sendi mér eftirfarandi bréf:
Sæl Soffía!Það er flott að það gengur vel hjá ykkur.Okkur lýst vel á að þú og kannski fleiri frá Íslandi komi á þjálfaranámskeið hjá okkur. Við teljum að þjálfaranámskeið I (Trener I) passi best fyrir ykkur.Námskeiðið er 20 tímar og er venjulega haldið frá föstudegi til sunnudags.Okkar 1. stigs námskeið hefur fengið betri dóma en það sænska. Það er búið að halda tvö "Trener I" námskeið í Osló í haust og það verða haldin fleiri námskeið á keppnistímabilinu en þau eru ekki dagssett. Þú getur reiknað með að við getum hjálpað þér með stað að bùa à hérna.Ef það eru fleiri sem vilja fara á námskeið er líka möguleiki að við komum og höldum námskeið á Íslandi.Ef þú heldur að það sé áhugi fyrir því ættum við að ræða það við ÍSÍ.Við vonumst til að geta hjálpað ykkur að halda innebandymót í vor. Heldur þú að í sambandi við slíkt mót mundi passa að halda bæði Þjálfara-og/eða dómaranámskeið?KveðjaTómas Jónsson
Hvað segiði um þetta????
- posted by soffia
Þar sem ég á afmæli næsta miðvikudag þá vonast ég eftir því að fá smá séns hjá markvörðum og varnarmönnum í næsta tíma. Þið farið nú ekki að skemma fyrir litlum afmælisstrák? Annars var ég að pæla í hvort við ættum að koma einhverju skikki á þessi markmannamál, svo það fari ekki alltaf svo langur tími í að finna markmenn. Hér er smá listi yfir þá sem eru búnir að vera markmenn, og þeir sem enn eiga eftir að prófa. (Listinn er nokkurnveginn í krónólógískri röð)
Búnir:
Oggi
Eva
Ella
Hlynur
Gunni
Þorvaldur
Guðmundur
Haffi
Óskar
Sveinbjörn
Soffía
Kalli stutthærði
Eftir:
Bynni
Kalli síðhærði
Alli
Tedda
Frikki
Hildur
Bjarki
Ragnar
Róbert
Ef ég hef óvart sett einhverja í vitlausan flokk, þá endilega látið mig vita og ég leiðrétti það sem fyrst.
- posted by Hafsteinn
Árshátíð.
Ég vil þakka öllum fyrir skemmtilegt kvöld og læt ykkur hérmeð vita að ég er búinn að setja upp myndirnar sem voru teknar á Árshátíðinni ;
Árshátíðarmyndir!
- posted by Bynni
Tilkynningar.
1. Umsókninni um kennitölu var hafnað, til þess að umsóknin verði sammþykkt þurfum við að halda stofnfund og fá undirskriftir allra stjórnarmann félagsins... Árshátið félagsins hjá Gunna um helgina er tilvalin í þeim tilgangi!
2. Ég styð tillöguna um að skipta niður í lið til eins mánaðar í senn.
3. Með fullri virðingu fyrir öðrum legg ég til að við gerum Soffíu og Frikka að þjálfurum liðsins... Soffía er jú að læra til íþróttakennara og enginn efast um þekkingu og hæfni Frikka varðandi hokkí og skyldra greina (t.d BANDÝ).
4. Ég legg til að um leið og félagið verður að lögaðila (þ.e fái kennitölu) muni fara fram umræða og atkvæðagreiðsla um hvernig við viljum standa að skipulagningu tímana þ.e staðsetningu eftir áramót, fjölda æfinga, fjöldatakmörkun á hvern tíma fyrir sig og svo framvegis.
Annars vil ég líka þakka Gunna, Soffíu og Teddu fyrir góða stund eftir æfingu í gær.
- posted by Bynni
Undarlegt.
Ég las þetta á síðu áðan ;
IFF: President Tomas Eriksson reveals new nations on hold
In an interview at the Swedish webpage, the President of IFF says that "within a few months", three new nations will be granted provisional membership of IFF. Those are: Iceland, South Korea and Ukraine. Also, the IFF are working on helping some other nations to prepare a formation of national associations in Liechtenstein, Luxembourg and San Marino. Also more nations in Asia are discussed. We at PoF are really looking forward for this to be real. Read more here.
2004-09-03
Skrýtið ekki satt?
- posted by Bynni
Barbie-liðar á djammi.
Skv. síðustu fréttum voru nokkrir meðlimir Bandýklúbbsins Barbie á djamminu um helgina ... þeir meðlimir voru eftirfarandi (að því er ég veit) ; ég, Hlynur, Gunni, Oggi, Soffía, Sunna...
Nú spyr ég hvað á þetta að þýða? ;)
En stærri spurningin er sú ; af hverju er ég alltaf fórnarlamb þegar ég rekst á konur frá Egilsstöðum t.d eins og þegar Soffía sló mig, og núna á föstudaginn þegar Sunna reif í eyrað á mér?
Endilega segið mér af hverju það er svona gaman að kvelja mig :)
- posted by Bynni
Lög Barbie.
Síðasta miðvikudagskvöld voru lög Barbie samþykkt.
Ég leyfði mér hins vegar að endurskoða lögin eftir það og breytti þeim lítillega (sjá grein um stjórn félagsins og atkvæðagreiðslur á aðalfundum).
Ég tel fullvíst að þessi útgáfa sé mun nær vilja félaga Barbie og mun ég því skila þessari útgáfu inn til ríkisskattstjóra.
En eins fram kemur í síðustu grein þá er hægt að fella lögin úr gildi á næsta aðalfundi með því einu að meirihluti sé á móti þeim, svo er líka hægt að gera þau varanleg með því að samþykkja þau.
Takk fyrir.
- posted by Bynni